21.9.2007 | 13:41
Gaman er að fylgjast.....
..... með hvað Stefáni Gíslasyni virðist ganga vel að fóta sig um þessar mundir í boltanum og vonandi fáum við ða njóta þess með landsliðinu næstu misseri.
Þetta er mun ánægjulegra heldur en þegar Valur Fannar, bróðir hans, lék sem lánsmaður frá Arsenal hjá Brighton, ég var rosaglaður að hann skyldi koma til okkar en það varði ekki lengi því menn sögðu hann arfaslakan, og Brighton liðið var ekki sterkt þetta árið, og sumir gengu meira að segja svo langt ísamtölum við mann að telja hann einn af 10 lélegustu leikmönnunum sem fyrir félagið höfðu spilað - en ég neita nú að trúa því, þó að honum hafi ekki gengið vel.
![]() |
Stefán verður fyrirliði Bröndby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.