4.10.2007 | 08:42
Latibær í hlunkalandi
Í síðustu viku gafst okkur tækifæri á að lesa grein um að skoska þjóðin væri nánast alveg jafn feit og sú bandaríska og því ekki seinna vænna fyrir þá að setja upp þetta ágæta stykki og vekja skosku þjóðin til umhugsunar um eigið líkamlegt atgerfi og tölurnar sem birtast þegar þau stíga á vigtina. Þetta er skoskum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjumál og því hljóta þáu að fagna þessu og spurning hvort að Magnús Scheving verði gerður að heiðursborgara í Glasgow eftir að sigurgöngu verksins lýkur.
Latibær á svið í Skotlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef nú meiri trú á því að Nenni Níski verði heiðursborgari þarna frekar en Magnús Scheving þó ekki sé leiðum að líkjast
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:55
Var ekki búið að heiðra Nenni, nei annars það var víst í Edinborg heimavelli nískunnar.
Gísli Foster Hjartarson, 4.10.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.