Kemur spark áhugamönnum í opna skjöldu

Martin%20Jol1NOT  - Mér finnst sorglegt að sjá hvernig fjarað hefur undan Martin Jol hjá Tottenham. Maðurinn var næstum orðin að dýrlingi þarna fyrir ekki svo mörgum mánuðum síðan en svona er víst raunveruleikinn í boltanum stutt á milli hláturs og gráturs. Ég er ekki í nokkrum afa að þarna er á ferðinni góður stjóri sem á að geta gert mun betur en hann hefur gert í haust og hvort að orðrómurinn umtogstreitu á bak við tjöldin er ástæðan fyrir þessu slaka gengi get ég ekki fullyrt um en við snúningurinn á gengi liðsins á ekki lengri tíma bendir til þess að svo geti vel verið og er það miður og spurning hvort að þetta lagist mikið fyrr en þá á næsta tímabili þvi það mun væntanlega taka tíma að rétta skútuna af með nýjum stjóra, þ.e.a.s. ef Jol hefur þegar verið sagt upp störfum.

Læt fylgja hérna með gamla mynd af honum í búningi Bayern München.


mbl.is Martin Jol hættur með Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Spurningin er:  Hvaða spark er það sem kemur áhugamönnum í opna skjöldu? 

Sem West Ham-maður finnst mér þetta bara fyndið.  Sýnir vel hvað Tottenham-menn eru ruglaðir í ríminu.

Jú, ég er alveg sammála þér Gísli, að Martin Jol sé góður stjóri og mér finnst það fínt að hann sé farinn frá Tottenham.

Kristján Magnús Arason, 25.10.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.