3.11.2007 | 19:50
Here we go.......
...nú kannast ég við kauða - minn maður að vakna. Vona að þegar ég fer á Old Trafford í vetur að það verði líf og fjör íkringum hann og eitthvert ótrúlegt drama á svæðinu. EN kannski hefur hann rétt fyrir sér með þetta, ég sá nefnilega ekki leikinn.
Crewe vann góðan sigur á Yeovil með mörkum Chris McCready og Moore. Crewe voru með algjöra yfirburði í leiknum að sögn heimildarmanna minna á leiknum. Brighton tók Luton Town og rúllaði yfir þa´3-1 á Withdean stadium. Ben Savage með fyrsta markið en svo gerði gamla kempan Nicky Forster 2 mörk, sá er aldeilis að standa sig þessa dagana. Já og Leeds tapaði 3-1 fyrir Carlisle, löng rútuferðin hefur eitthvað setið í strákunum hans Denis Wise.
![]() |
Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eiginlega hægt að bóka svona sálfræði frá herra Ferguson eftir leiki Man Utd. við hin "stóru liðin". Mér persónulega fannst þetta sanngjörn úrslit...
Einhvernveginn öfunda ég þig af því að vera fylgismaður svona "lítils liðs" í enska boltanum, örugglega að hluta til vegna þess að væntingarnar eru þeim mun minni en aðallega vegna þess að þá væri maður ekki að spá í þessum "fíflum" sem Man Utd. aðdáendur eru upp til hópa... HAHA :D
Einir Einisson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.