35 ár síðan - vá

Þetta segir mér nú eiginlega bara hvað árin líða hratt og maður eldist, ótrúelgt samt hvað maður ber aldurinn vel 

Auðvitað ber að þakka fyrir  alla þá hjálp er okkur barst á þessum tíma. Það er í raun ótrúlegt, svona eftir á að hyggja,  hvað þetta gekk allt vel. Ég man nú engin reiðarinnar býsn úr gosinu á sjötta aldursári, en ég man að þegar ég leit í austur út um eldhúsgluggann á Bakkastíg 2, eftir að hafa verið vakinn þarna um nóttina að fyrst hélt ég að það væri kviknað í Elliheimilinu sem var þarna fyri austan en síðan datt mér í hug dreki, eldspúandi. Síðan var ahldið á Heimagötu 15 á heimili ömmu og afa. -Ætla ekkert að fara að rekja allt hérna

Einnig finnst mér athyglisvert hvað gosið er orðið fjarlægt í hugum manns - lá uppi í rúmi í gær og var að velta þessu fyrir mér og reyndi að spá í hvernig myndi maður bregðast við ef að í c.a. 800-1000 metra fjarlægð frá Fjólugötu 21 byrjaði allt í einu að gjósa, þ.e.a.s. þar sem gaus '73 - það var fátt um svör, og ég hreyfi hverki legg né lið.  En þetta lifir með manni, ætla ekki að segja að mér þyki þannig séð vænt um gosið, en þetta á stóran sess í hjörtum manns, uppbyggingin eftir gos og að sjá þessar breytingar á bænum eiga sér stað sem í dag eru orðnar eins og þær hafi alltaf verið þarna, allt hverfið vestur á Eyju t.d..

Hver man eftir gámunum sem voru við Faxastíginn t.d., þar sem Skátaheimilið, Kertó, lögreglustöðin og Tvisturinn eru í dag. Það eru tveir svona gámar en uppi við Helgafellsvöll, eigum við ekki að vernda þá, svona til minningar? þeir eru í niðurníslu.

Það hefur verið gaman að fylgjast með stelpunni minni síðustu daga þar sem þau hafa greinilega verið mikið að ræða gosið í skólanum, mikið af spurningum hefur dunið á manni um allt mögulegt og ómögulegt eins og börnum er von og vísa. Svo er hana búið að hlakka til í marga daga því í morgun áttu þau að fara í bíó og sjá mynd um eldgosið. Hlakka til að hitta hana í kvöld og ræða málin.

SVo tengist þetta gos manni nú enn þar sem að ég var fenginn til þess að sitja í nefnd um uppbyggingu og framhald verkefnisins Pompei norðursins, sem eins og margir vita snýr að uppgreftri á húsum á ákveðnu svæði er fór undir hraun, spennandi verkefni. Fólk missti reyndar svolítið trúna á þetta verkefni í fyrra þar sem lítið gerðist en það stendur til bóta með hækkandi sól og vonandi verðum við með skemmtilega hluti klára á goslokahátíðinni í byrjun júlí.

Eyjamenn - Sjáumst í göngunni í kvöld


mbl.is 35 ár frá gosinu í Heimaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já úff man þetta eins og gerst hefði í gær. Og já þú berð aldurinn bara nokkuð Gilli minn. Gaman væri það ef tekið yrði hressilega til hendinni fyrir goslokahátíðina því það verkefni er alger snilld. Sjáumst þá.

Kveðja frá Spáni

Halldór (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:38

2 identicon

ég man nokkuð vel eftir gosinu.einnig þegar við lékum okkur saman fyrir gosið á pétó.ég var einn af gámabúum á Faxastígnum.held við höfum brallað mikið þarna strákarnir.þegar maður hugsar kemur margt upp í hugann

Kv,Örn

Örn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.