Ferguson vondur karl!

siralexÞað er nú ekki eins og Ronaldo vaði í vinum í Englandi, hefur verið frekar einmanna frá því að hann kom til Englands - varð til dæmis að leigja konur frá gleðiþjónustu í Leeds í partý í haust til þess að einhverjir vildu koma í partýið. Þessi einmannaleiki Ronaldo getur átt eftir að hafa slæm áhrif á pilt utan vallar, og jafnvel síðar innan vallar, og þess vegna hef ég þá trú að í sumar biðjist hann lausnar frá United og verði seldur til Spánar í annað hvort stórveldið Real Madrid eða Barcelona fyrir algjört metfé ( og jafnvel leikmenn).
mbl.is Ronaldo með milljón í SMS-sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn auðvitað eru í vinnu og í vinnutíma eiga þeir að einbeita sér að vinnunni. Knattspyrnumenn eru ekki lengi í vinnunni á hverjum degi og ættu því alveg að geta slakað á sms-unum rétt á meðan æfingunni stendur. Hvað einmanaleika Ronaldo varðar þá er það auðvitað undir honum sjálfum komið að eignast vini. Ég hef fyrir því heimildir að Ronaldinho hjá Barcelona sé með vini sína frá Brasilíu á launaskrá til að halda sér félagsskap. Höfum það líka í huga að Ronaldo valdi sjálfur að koma frá sínu heimalandi til United. Höfum það líka í huga að fyrir örfáum dögum síðan var birt frétt um það hversu ánægður Ronaldo er í Manchester og að hann vilji vera hjá liðinu næstu 5-10 árin.

Stjáni (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég vorkenni Ronaldo ekkert hann er í vinnunni og á haug af seðlum til að greiða skuldina - ef þetta er þá rétt frétt - veit allt um hamingju Ronaldo hjá United - hef lesið um það hef samt þá trú að þetta sé á yfirborðinu og hann muni reyna að losna í sumar.

Gísli Foster Hjartarson, 14.2.2008 kl. 15:51

3 identicon

Þú hefur þá ÓSK að hann fari

Addi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.