Snæfell komið á beinu brautina - Þórsarar teygja úr sér

Þá virðist það líka út eins og Hólmurinn sé að vakna til lífsins, og kannski er það á hárréttum tíma. Bíkarúrslit á sunnudaginn og menn þurfa að vera tilbúnir í Vesturlandsslaginn. - Go Snæfell

Gaman að sjá að Þórsarar eru aðeins að bæta í - vona að svo verði áfram  en hvað hinir glöðu og grænu voru að spá íkvöld er mér algjörlega hulin ráðgáta, maður á ekki að taka tvisvar á sama vetrinum fyrir Stjörnunni, ég hefði skilið það í blaki en alls ekki í körfu.


mbl.is Stjarnan vann Njarðvík öðru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá að stuðningsmenn Snæfells eru víða. Ef ég má spyrja af einskærri forvitni hvað kemur til að þú talar hlýlega og hefur taugar til Snæfells? Sem ég skil reyndar mætavel sem infæddur hólmari sjálfur og harður stuðingsmaður.

Símon (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

ætli það hafi ekki verið haustið 1991 að ég tók ástfóstri við Snæfell er ég dvaldi við nám á Akureyri. Kynntist þá miklum körfuboltaáhguamönnum einum af Króknum og einum úr Keflavík. Þegar við byrjuðum að ræða íþróttir og talið barst að körfunni og ég heyrði með hverjum þeir héldu þá hugsaði ég mig um og svo laust niður í kollinn á mér Snæfell og Bárður Eyþórsson og þar með var það komið. Þetta haust fórum við á alla heimaleiki Þórs og keyrðum á Krókinn allt fyrir körfuna, og ég sem var forfallinn fótbolta og handboltafíkill en hafði fylgt Phoenix Suns í nokkra vetur í NBA. Hélt því alltaf fram að Bárður Eyþórs væri næst besti elikmaður landsins  að eins Valur Ingimundar var betri. Upp frá þessu hef ég alltaf haft taugar til þessa ágæta liðs Snæfells. - Svo er þetta líka landsbyggðarlið og á n landsbyggðarinnar væri ekkert fútt í þessu. - Áfram Snæfell - vonandi vinnum við aðra helgi.

Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband