Eyjar koma líka til greina

Mormónar tengjast Jolie og hefur hún sagt að vel komi til greina að fæða næsta barn í Vestmannaeyjum til minningar um þá íslendingar héldu í víking vestur um haf á sínum tíma, það er að segja ef að hún verður ólétt aftur. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur nú þegar sent tölvupóst á netfang Jolie með öllum nauðsynlegum upplýsingum um Eyjar og fékk hann jákvæð viðbrögð!!!!!!

En svo er það þetta:

Leikkonan hefur lagt áherslu á að veita börnum sínum alþjóðlegt uppeldi og fæddi hún dóttur sína og Brad Pitt í Namibíu fyrir tæpum tveimur árum. Þá eiga þau ættleidd börn frá Kambódíu, Víetnam og Eþíópíu. 

Veit samt ekki hversu alþjóðlegt uppeldið er þó að maður fæðist einhversstaðar og dvelst þar um stundarsakir. Þau stoppuðu nú ekki í margar vikur eða mánuði í Namibíu, var það? Veit ekki betur en öll ættleiddu börnin séu alin upp í USA, en það er kannski alþjóðlegt uppeldi? Eða leggur Jolie kannski áherslu á að vera á alþjóðlegum þvælingi með börnin?


mbl.is Jolie vill fæða í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.