Samgöngur eða ekki.....

Eyjamenn hafa aldrei geta komið að þessu máli eins og menn að mínu viti. Menn áttu að byrja á að fá nýtt hraðskreitt öflugra skip áður en menn spáðu meira í framtíðarsamgöngurnar, en það átti að gerast fyrir einum 8 árum eða svo og við ætum að vera búin að fá nýjan Herjólf fyrir einum 6 árum. Þetta ræddi ég t.d. við pólitúksa á þeim tíma og hvatti menn til að taka þann slag á þeim tíma, En hvað gerðist menn festust í draumórum um jarðgöng og aðrir í Bakkafjörupælingum. Mestur var nú ofsinn í mörgum þeim er dreymdu um jarðgöng og menn börðust um á hæl og hnakka til  þess að reyna við þann fjarlæga draum í gegn og það lá við að fólk sem mótmælti því væri grýtt á götum úti slíkur var offsinn í mörgum fylgismönnum gangna. Umræður urðu oft skemmtilegar og allra best fannst mér sagan af konunni sem vildi ólm fá göng af því að hún hafði svo mikla innilokunakennd.í Herjólfi, en ég vænti þess að einhverjir 16 km neðanjarðar seú fullir af sól og frelsi!Maggi Kristins hefur verið jarðgangnamaður frá upphafi eftir því sem ég veit best, en kemur þarna með nýjan flöt á umræðuna frá sínum bæjardyrum – hið besta mál. Fullt af fólki hérna hefur alltaf sagt að það vilji nýjan öflugri Herjólf og ekkert kjaftæði, kannski að því fólki sé nú að bætast liðsauki þegar búið er að taka ákvörðun um að ráðast í Bakkafjöru – hver veit.Auðvitað hrærir það í fólk að hlusta á bullið í fólki eins og Unni Brá sveitarstjóra hérna hinu megin tala um að þeir vilji allt í einu að höfnin taki smábáta og jafnvel þaðan af stærri báta og skið. – Þó að henni hafi verið boðið í kaffiboðið þar sem Bakkafjara var rædd þá var ekkert búið að spyrja hana um neitt álit var það? Ég skil svo sem hvað hún er að fara þessi elska, hún vill bara öfluga höfn í sitt umdæmi. Það stóð aldrei til að það yrði partur af þessum díl  - ríkið á að sjá til þess að höfnin verði ferjuhöfn og ekkert annað svo einfallt er það. Held að Maggi og fleiri séu að koma heldur seint út úr skápnum, með stuðning við nýjan Herjólf – hvar var þetta fólk fyrir 8 árum? En partur af vandamálinu er þetta: Fólk vill ekki langar siglingar, það hræðist sjóveiki og vanlíðan – það vill frekar keyra eins langt og kostur er. En samt eru jarðgöng að mínu mati óraunhæfur kostur á þeim stað á jarðskorpunni sem að við búum. – Það stefnir í að við fáum ferjuhöfn í Bakkafjöru og vonandi á það eftir að reynast okkur styrkur frekar en hitt
mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hittir naglann á höfuðið Gísli; fólk vill ekki velkjast lengi sjóveikt um borð í ferju. Mig grunar nefnilega að flestir Eyjamenn séu sáttir við að geta komist á 30 mínútum til lands, og ná því varla að finna fyrir sjóveiki, heldur en að húka veikir og lúnir í tæplega þriggja tíma ferð til Þorlákshafnar. Þrátt fyrir að stærri og hraðskreiðari ferja kæmi til, þá verður hún líka að slá af þegar slæmt er í sjó og þá verða Vestmannaeyingar sem og aðrir farþegar jafn sjóveikir og áður.

Birkir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband