28.3.2008 | 22:41
Samkvæmt bókinni
Þessi úrslit eru nú alveg samkvæmt því semað maður reiknaði þannig séð með. Reikna líka með að KR sigri í sínum leik á morgun en geri ráð fyrir að spennan verði í Njarðvík þar sem að heimamenn án Frikki Eyjapeyja þurfa að lúta í parket fyrir Snæfellingum í fyrsta leik þessara liða í 8-liðaúrslitum. Leyfi mér hér að spá að Keflavík og Snæfell annars vegar og Grindavík og KR hins vegar mætist í undanúrslitum. Ekki það að ég sé neitt spádómslega vaxinn, er miklu frekar bara feitur, en hef gaman af að vellta mér aðeins upp úr þessu og mun gera það á næstu vikum ef ég verð í stuði. Úrslitakeppnin er stór þáttur í mótinu og sá hluti sem að sjálfsögðu spennir sem flesta upp og í að mæta á völlinn eða sitja límda við skjáinn. Skil ekki en hvernig handboltaforystunni datt í hug að leggja úrlsitakeppnina af tel það ein stærstu mistök sem gerð hafa verið í mörk ár í handboltanum, en þessir herrar sem þar fara með ferðina sjá greinilega eitthvað annað í þessu en ég.
![]() |
Keflavík og Grindavík sigruðu örugglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.