Samgöngubætur

vil bara enda fólki á ágæta grein Gríms Gíslasonar í Eyjablaðinu Fréttir í dag set hérna´link á hana:

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=18526

Þessi grein finnst mér segji meira heldur en að ég fari að skrifa hérna einhverja langloku, en að þessu sinni erum við Grímur Í sama liðinu. - vona að Frétta mönnum sé sama þó svo að ég hafi sett þennan

Þetta er ekki einfallt mál með Bakkafjöru og samgöngubætur yfirhöfuð til Eyjarinnar fögru í suðri en þarna tel ég að við höfum valið besta kostinn í stöðunni, við erum búin að bíða alltof lengi eftir nýjum Herjólfi, vegna tafa sem urðu vegna þess að ákveðnir menn og konur og jafnvel börn lögðu á t.d. jarðgöng - Bakkafjöru skal reyna - sjóferðina skal stytta, það er stór sigur og stærsti sigurinn sem þarf að vinna í samgöngubótum milli lands og Eyja. Leggjumst á eitt sameinumst um að þetta verði bótin sem að við fáum og muni verða það sem að við þurftum.  - auðvitað er fullt af spurningum ósvarað en svoleiðis er það alltaf í lífinu.

Skrifa kannski meira um þetta síðar, en lesið bara Grím til að byrja með læt það duga í dag.


mbl.is Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

heyr heyr

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 17.4.2008 kl. 11:42

2 identicon

Sæll Gísli

Alveg sammála þér með Bakkafjöru.  Það er lífsnauðsynlegt fyrir Vestmannaeyjar að fá þessa byltingu sem Bakkafjara er.  Þegar við fengum síðast breytingu á samgöngum okkar með nýjum Herjólfi þá var það styttingum um 30 mín að ég held.  Það hefur ekki skilað okkur miklu og ég held að stytting til Þorlákshafnar um einhverjar 15 - 30 mín. nú muni lítið gera fyrir íbúaþróun eða atvinnuþróun í Eyjum.

Varðandi baráttuna fyrir göngunum sem Ægisdyr stóðu m.a. fyrir, þá tel ég að sú barátta hafi ekki sýst skilað okkur því sem stefnir í að við séum að fá núna, Bakkafjöruhöfn.
Stundum þarf að biðja um eitthvað virkilega rótækt og sættast svo á málamiðlun sem í þessu tilviki er Bakkafjara.
Ég lýt því á Bakkafjöru sem árangur af baráttu Ægisdyra sem töluðu í upphafi um göngin 2010 en eru nú að fá Bakkafjöru 2010.

Kv
Egill Arnar

Egill Arnar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skil þín afstöðu Egill Arnar fyrrverandi vinnufélagi á tækjunum í Fiskiðjunni og veistu þetta má vel vera rétt hjá þér með göngin og tenginguna - ég verð sennilegast aldrei jarðgangnamaður, ætla ekki að henda fram skoðunum um það hér núna en Bakkafjöru fagna ég og tel að það geti svo sannarlega orðið sú bót sem að við þurfum.

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2008 kl. 12:08

4 identicon

Sæll aftur

Vonum bara að klárað verði í þessum mánuði að semja við Vestmannayjabæ og VSV um að reka og eiga næsta Herjólf og að við munum hefja siglingar í Landeyjahöfn sumarið 2010.

Vil endilega nota tækifærið og leiðrétta stafsetningarvillu. Í síðustu setningu stendur "Ég lýt" en á auðvitað að vera, ég lít því á ........

Með kveðju
Egill Arnar

Egill Arnar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:12

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

já vonum að þetta gangi hratt og örugglega fyrir sig

- úff stafsetningarvillur - maður er nú stundum svo málhaltur á lyklaborðinu að það hálfa væri nóg - svona villur ekki að valda manni hugarangri

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Sælir. Grein Gríms er virkilega góð. Ég var ekki búinn að kynna mér málið neitt sérstaklega vel en lestur greinarinnar sýnir manni vel allar hliðar málsins. Ég er sammála því að það lítur ekki vel út að fara að kvarta núna - tímasetningin er algjörlega röng. Stöndum saman um þessar samgöngubætur, þær eru heldur betur tímabærar.

Smári Jökull Jónsson, 17.4.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband