Skrifaði Ólafur Áki undir?

Skyldi bæjarstjórinn í Ölfusi hafa skrifað undir undirskriftalistann á strondumekki.is ? Það væri nú gaman að vita það, og það sama á náttúrulega við um aðra áhrifamenn í Ölfusi.  Ég ætla nú bara personulega að vona að við þurfum ekki á því að halda að sigla ferjunni til Þorlákshafnar, þess ágæta bæjar. Ég hugsa að ef að sjórinn hérna á milli væri ekki svona illskeyttur á köflum þá væri sennilegt að ælan sem ég hef látið frá mér fara í áranna rás myndaði núna hraðbraut milli Þorlákshafnar og Eyja.  Það er sökum þessarar sjóveiki, sem hefur sem betur fer lagast með árunum að ég fagna þvíheitt og innilega ef að mönnum tekst að stytta siglingatímann millli lands og Eyja um þann tíma sem menn eru að tala um með Bakkafjöruhöfn - fagna því heilshugar ef að það gengur eftir. En framtíðin á etir að skera úr um hvað gerist.
mbl.is Þorlákshöfn ekki varahöfn fyrir nýjan Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að hann sé ekki búinn að skrifa, eini sem ég teldi að gæti verið hann er Ólafur Ragnarsson, kt: 1810492199, sem býr ekki í eyjum - en ég veit ekki, kv: Benóný Þetta kemur fram á mótmælavefnum -

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já komst ekki inná mótmælavefinn áðan af einhverjum ástæðum - datt í hug að sjá hvort karl anginn hefði fylgt þessu eftir þar- eða á maður kannski að segja reynt að standa í vegi fyrir Bakkafjöruhöfn með undirritun.

Ert ættaður úr Eyjum sjáég a´blogginu þínu - ekki ertu skyldur Grími kokk og fjölsk.? - bara forvitni

Gísli Foster Hjartarson, 23.4.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já - sýndist ég þekkja svipinn á þér - gæti hafa hitt þig á Faxastígnum.

Já Goggi er með sína skoðun við erum á annarri - ég held að ef að eþtta gengur upp þá verði þetta mesta bót sem komið hefur í Eyjum frá því að vatnsleiðslan var tekin í gagnið, 1968 ef að ég man rétt, og það er það sem ég vona svo sannarlega að þesst höfn færi okkur. - Jarðgöngum hef ég aftur á móti enga trú á á þessu jarðsvæði og hef ég ekkert fyrir mér í því nema eigin hugmyndir sem að fengu svo meðbyr þegar ég las grein eftir einhvern eldri jarðfræðing um daginn - Bakkafjöruhöfn skal það vera.

Gísli Foster Hjartarson, 24.4.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband