Ekki var þetta nú góður flautukonsert

Veit ekki alveg hvort að ég á að draga til baka það sem ég bloggaði um daginn um dómarana og þeirra störf, en svei mér þá eftir það sem ég hef heyrt frá mönnum í kvöld og séð í sjónvarpi að þá virtist Garðar Örn dæma meira með eyrunum en augunum og það er aldrei góðs viti - menn með dómara réttindi verða að átta sig á að menn segja hluti íhita leiksins og ekki er allt illa meint - sumt meira að segja bara tímabundið svekkelsi. Garðar  Örn átti greinilega ekki góðan dag í kvöld en það bitnar nú sennilega minnst á honum heldur öðrum. Þetta er nú svo sem ekki í fyrsta sinn sem að hann hleypur hreinlega á ostum og dæmir eins og tréhestur (hef reyndar aldrei séð tréhest dæma en maður tekur svona til orða. Er búin að hringja aðeins í kringum mig í kvöld og mörgum finnst nóg komið að miður góðri dómgæslu í sumar, vonandi er þeim kafla lokið.

 Nennir einhver að taka saman síðustu 3 ár hjá Garðari Erni og skoða hvað um margar brottvikningar er að ræða í leikjum hjá honum. Mér finnst alltof oft vera hasar í kringum hann - er ég kannski að rugla eitthvað?

 


mbl.is Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Ég veit ekki hvernig síðustu 3 ár líta út hjá honum, en að minnsta kosti 1 spjald í leik að meðaltali síðustu 3 leiki er ekki statistík að mínu skapi.

Geir Guðbrandsson, 30.6.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ég gaf mér það að þú værir að tala um leiki í landsbankadeildinni 

KR - ÍA

1 Gult og 3 Rauð

Keflavík - Fjölnir

4 Gul

Fram - Grindavík

8 Gul og 5 Rauð

Þetta eru hans þrír síðustu leikir í úrvalsdeild, hann dæmdi reyndar leik Víðis og ÍH á föstudaginn þar sem hann gaf 1 gult og 1 rautt, en það er í 2.deild

Eiríkur Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ansans, ég tók þessu sem 3 leikjum ekki árum. Biðst afsökunar

Eiríkur Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

ÍA - Valur þar fóru nokkur gul á loft og eitt rautt.

Björgvin S. Ármannsson, 30.6.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Vildi bara benda þér á þessa færslu hér..stal af þér hugmyndinni

Eiríkur Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 02:00

6 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

http://eirikurgudmundsson.blog.is/blog/eirikurgudmundsson/entry/581109

hérna er færslan

Eiríkur Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 02:00

7 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það ætlar ekki að reynast auðvelt að gera þetta rétt hérna, klukkann greinilega of margt. En hérna á slóðin að vera rétt

http://eirikurgudmundsson.blog.is/blog/eirikurgudmundsson/entry/581111/

Biðst afsökunar á þessum látlausum athugasemdum hérna

Eiríkur Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 02:13

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Bara gaman að lesa þessa statistik hjá þér Eiríkur - takk fyrir þessa vinnu

Gísli Foster Hjartarson, 1.7.2008 kl. 09:18

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gilli mætast bara ekki þarna stál í stál  hef reyndar ekki hundsvit á fótbolta og því síður dómsgæslu, en þetta mál hefur fengið flesta til að fylgjast með þessu flautumáli.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.7.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband