14.7.2008 | 21:35
Ekki bara körfuboltabær!
Skyldi strákunum hans Stjána takast að halda haus og klára mótið? Verð að segja ða mér leiðist ekki árangur Keflavíkur þetta árið, alveg kominn tími á að eitthvða nýtt lið leiði mótið og mér væri slétt sama þótt að þeir kláruðu þetta bara. Alltaf gaman þegar að landsbyggðarlið nær að bíta frá sér og megi verða framhald á því. EN það er nú meia en nóg eftir af mótinu og kannski að menn missi sig með því að fara á ÞJóðhátíð eða eitthvað álíka um verslunarmannahelgina og missa andann af þeirri helgi lokinni eða að menn ofmetnast og verður hált á svellinu þegar fram líða stundir en ég vona svo sannarlega að svo verði ekki. Vona að Stjáni hafi hemil á sínum mönnum
HK menn eiga en í miklum erfiðleikum, og ég er á því að stjórnin þar hafi gert stór mistök með því að segja Gunnari upp, ekki bara af því að ekki gekk sem best heldur líka af því að þeir virðast ekki hafa haft hugmynd um hvað þeir ætluðu sér í framhaldinu - því miður - En kannski að HK rétti sinn hlut þegar líður á mótið, þó ekki virðist miklar líkur á því þessa dagana.
Hið rauða lið Grindavíkur er ekkert að gefast upp frekar en liði Reykjavíkur þróttar og víst er að Skagamenn þurfa að fara að taka á honum stóra sínum ef ekki á illa að fara fyrir þeim gulu og glöðu.
Þeir grænu í Kópavoginum minna mig alltaf á gamla Týsbúninginn - grænn og fallegur - og það er í raun það eina sem ég hef um þá að segja að svo stöddu en verð að viðurkenna að ég vil að Óli Kristjáns hafi Olgeir eyjapeyja alltaf í byrjunarliðinu.
- Nú bíð ég bara eftir að ÍBV mæti Leikni í fyrstu deildinni á fimmtudaginn.
Keflvíkingar í efsta sæti eftir sigur á Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.