Ísland vanþróað karlrembuþjóðfélag

Já það hefur löngum verið frekar mikill karlrembufnykur af íslensku samfélagi - og reyndar mörgum líkaði ansi vel - en nú virðist eiga að fara að taka á málunum og reyna að rétta hlut kvenna sem er ansi víða rýr, meira að segja en þann dag í dag.  Maður veltir þessu stundum fyrir sér og fær ýmsar niðurstöður, ein af niðurstöðunum sem að ég hef fengið eftir umræður um þessi mál er sú að það er fullt fullt af konum sem kæra sig bara alls ekki um völd og jafnrétti á ákveðnum stöðum, þeim finnst bara einhvern veginn að á ákveðnum stöðum eigi eþtta bara að vera eins og það er - eins skrýtið og sumum kann að þykja það hljóma.

Auðvitað eiga allir að hafa jafnan rétt og njóta sannmælis og hvað þetta allt heitir en ég held að t.d. þátttaka kvenna í pólitík sé á margan hátt til kominn af því að þær hafa einfaldlega ekki áhuga á þeim málum en sem komið er en ég geri fyrir að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi núna sé aðeins meðvitaðri um þetta og áhugasamari. Tímin mun að sjálfsögðu leiða þetta betur í ljós.

Varðandi nektarfjörið þá held ég að við höfum kjörið tækifæri til að stíga fast til jarðar þar sem að við erum eiginlega nýliðar á þeim vettvangi miðað við það sem þekkist annarsstaðar og eigum því að geta skoðað hvað hefur verið gert annarsstaðar og sett löggjöfina strax þannig fram að hún sporni við áframhaldandi þróun - reyndar virðist menn alltaf finna einhverjar smugur, en það verður að berjast gegn þessu og mannsal er náttúrulega bara ógeðfeldur bisness.

Við erum að þokast áfram í jákvæða átt en það gerist hægt og rólega - en við munum ná þangað á endanum - sjáið bara hvað konur eru að gera sem karla eiga ekki séns í í fótboltanum - þar stendur þróunin, og árangurinn,  á Íslandi framar flestum öðrum löndum - og sjáið margfeldnisáhrifn sem að þetta hefur á ungu stelpurnar okkar svona vinna menn vígin eitt af öðru ef að áhuginn er fyrir hendi.


mbl.is Nefnd SÞ lýsir vonbrigðum með Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gísli,

Best væri sennilega til þess að koma á fullkomnu jafnrétti, hreinlega að losa Ísland við alla karlmenn og einnig konur sem eru áhugasamar um útlit sitt, konur sem ekki hafa áhuga á stjórnmálum og einnig losna sérstaklega við heimavinnandi konur því þær draga meðaltalið svo mikið niður. Með þeirri aðgerð yrði algjörlega komið í veg fyrir allt misrétti gagnvart konum og jöfnuður yrði algjör

kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

he he he - hver ætti svo að stjórna þessum aðgerðum?

Gísli Foster Hjartarson, 16.7.2008 kl. 13:36

3 identicon

The Icelandic delegation to the 41st meeting of CEDAW is as follows:

Ms. Hanna Sigridur Gunnsteinsdottir, Head of Department, Department of Equality and Labour, Ministry of Social Affiars, Iceland

Ms. Kristin Astgeirsdottir, Director for the Centre of Gender Equality in Iceland

Ms. Hildur Jonsdottir, Gender equality expert and the chair of the gender equality council , Ministry of Social Affairs, Iceland

Mr. Emil Breki Hreggvidsson, counsellor, Permanent Mission of Iceland to the United Nations


The Icelandic Delegation will defend its CEDAW reports on 8th July, at the UN.

Svo er bara að bíða eftir skýrsluni.

Fransman (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki er nú jafnrétti í þessari nefnd - ætli það hafi ekkert verið sett út á það af CEDAW - en það er kannski ekkert mál varðandi þessa nefnd.

Ensku

Gísli Foster Hjartarson, 16.7.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki er nú jafnrétti í þessari nefnd - ætli það hafi ekkert verið sett út á það af CEDAW - en það er kannski ekkert mál varðandi þessa nefnd.

Ensku starfsheitin á nefndarmönnum eru náttúrulega snilld og allt virkar þetta fólk miklu meira important þegar titillinn er skoðaður - þó svo að ég sé kki viss um að titillinn gefi neinar sérgáfur í þessum málum

Gísli Foster Hjartarson, 16.7.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Gender equality expert ?!! Kynjajafnréttissérfræðingur!!

say what?

Brjánn Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband