19.7.2008 | 12:52
Mér finnst alltaf viðhorfið vera.....
...á Íslandi að það sé allir að meika það!! Mér finnst það nú einn stærsti galinn á þessari ágætu þjóð að það er alltaf látið líta út eins og allir séu að meika það - hverslags bull er það nú eiginlega? Það er svo langur vegur frá því- Fullt af fólki að berjast á grafarbakkanum - ég hlusta til dæmis á félaga minn, bæjarstjórann í Eyjum, tala um að hér drjúpi smjör af hverju strái - ding dong er ekki allt í lagi hjá þessu fólki? Staðan í Eyjum er ekki sú versta svo mikið er víst en hér drýpur ekki smjör af hverju strái það er krystaltært. Menn þurfa að horfa á lífið í gegnum glerauga hins almenna borgara.
Ég get alveg verið sammála Bubba að mörgu leyti - ástandið er slæmt og fólk vill auðvitað bara fá vinnu og geta búið á þeim stað sem þeir líkar við ef þess er nokkur kostur, það á t.d. við um mig varðandi Vestmannaeyjar, en Guð minn almáttugur hér drýpur ekki smjör af hverju strái - ég þakka bara fyrir að þetta ímyndaða góðæri sem pólitíkin sá og ýmsir aðrir tegði aldrei anga sína a f fullum þunga til Eyja því þá er ég viss um að staðan væri mun verri, og kannski á það sama við um fleiri staði á landsbyggðinni - ég þekki að bara ekki nógu vel til þess að tjá mig af sannfæringu um það.
Það er ekki allt vaðandi í smjörklípum í Eyjum en ég hef sagt það nú í ein 3 ár að botninum hefur verið náð og stefnan liggur hægt og mjög rólega upp á við til þess að við frum hraðar upp á við þurfum við að efla atvinnúástand og skólamál t.d. til þess að verða samkeppnisfærari um það unga og dugmikla fólk sem út á landsbyggðina vill fara og það ætla ég að fullyrða hér og nú að það eru fáir staðir sem standast Vestmannaeyjum snúning þegar að ákveðnum hlutum eins og t.d. vegalengdum í og úr vinnu, íþróttalífi, félagastarfsemi og mörgu öðru því sem fólk vill nýta frítímann sinn í og ef allt gengur upp varðandi höfn í Bakkafjöru þarf fólk ekkert að vera að ræða um hversu gott verður að vera í Eyjum....það verður augljóst (eins og það er reyndar fyrir mér nú þegar)
En varðandi Bubba og ummæli hans um Björk þá vil ég bara segja: Það syngur bara hver með sínu nefi - er það ekki best þannig.
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.