Ánægður með þokuna og rigninguna

Það verð ég að segja í öll þau skipti sem að ég heyri um þessa fellibylji sem berja á hinum og þessum löndum þá fá ég svona sting í agann því ekki myndi ég vilja lenda í þessu veðurfyrirbæri, síður en svo.

Það blæs nú oft hér á skerinu fagra í suðri en það er nú mun skárra en þetta hvirfilbyljafyrirbæri, meira að segja blæs oft svo hressilega á Fjólugötunni hjá mér að maður heldur að kofinn færist jafnvel úr stað en til þess hefur nú aldrei komið. og núna þegar hefur verið þoka og rigning í 2 daga er ég mjög sáttur og finnst þetta mjög þægilegt öðru hvoru stóð t.d. í bílskúrshurðinni í einar 30 mínútur í gærkvöldi þegar ég var búin að sópa út og gera klárt fyrir næstu skref í framkvæmdunum í kjallaranum og dáðist að þokunni og úðanum og því að skyggni var nánast ekkert - þetta var fullkomið - eitthvað svo hlýtt og notalegt.   .....en svo rofar sennilegast til fljótlega og þá kemur kannski sólarglæta ... ég er ekki að grínast þegar ég segi að mér finnst unaðslegt að rölta í þoku og þéttum úða um götur míns fagra heimabæjar......


mbl.is Spáð að hitabeltisstormurinn Dolly verði að fellibyl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband