25.7.2008 | 08:19
Gæludýrin að verða eins og eigendurnir?
Það er ljótt að heyra að gæludýrin okkar stefna í sömu átt og þjóðin það er að segja í fitubolluátt. Þetta er ekki nógu sniðugt og offita er að verða eitt af stærstu heisluvandamálum þjóðarinnar, látið mig þekkja þetta búin að vera hlunkur í fjölda mörg ár, þó ég sé að reyna að berjast gegn því núna enda ekki seinna vænna þegar talan á vigtinni er farin að líka út eins og talan sem sést á skjánum þegar fjallað er um íbúafjölda á Indlandi. Það hefur svo sem gengið þolanlega hjá mér og talan nálgast hægt og rólega íbúatölur yfir fámennari samfélög og er það vel.
Við mannfólkið eigum að geta barist gegn offitunni og það er náttúruelga hörmung að ehyra það að við séum að draga gæludýrin okkar með okkur niður í svaðið - skömm að segja frá þessu við þurfum að kippa þessu í liðinn og fara í átak með dýrunum okkar. - svona nú upp úr sófanum
Vaxandi offita íslenskra gæludýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.