26.7.2008 | 22:24
Gaman að vera hvattur til að hætta!!!
Þetta held ég ða hljóti að vera vandræðalegasta staða sem formaður nokkurs stjórnmálaflokks getur orðið fyrir þ.e.a.s. að vera beðinn um að hætta af eigin flokksbræðrum og sínum innsta hring - ráðherragenginu - það hlýtur að vera sárt. Þa verður gaman að sjá hvar herra Brown gerir en hann hefur nú svo sem ekkert verið að rokka feitt og ég minnist þess ekki í langan tíma að hafa heyrt jafnmargar neikvæðar raddir um einn pólitíkus í Bretlandi, ekki það að það sé mín sérgrein. En þetta er í hans höndum og ég hef trú á að við fáum svör á 3 vikum - ég vona bara að Obama hafi gefið honum vasaklút eins og ég bennti honum á!!!
Nú ætla ég bara að bíða og sjá hvort sambloggarar mínir hvetji mig til þess að hætta að blogga - þá fær maður kanski smá tilfinningu fyrir því hvernig herra Gogga Brúna líður!
Ráðherrar hvattir til að ýta Brown til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.