Hvað er í gangi hjá Valsmönnum?

Þeir virðast vera komnir í sífellt þras um hvað aðrir eru að borga í laun, er ekki allt í lagi heima hjá þeim, ekki sins og menn séu að spila ókeypis hjá þeim, þær kröfur hafa þeir sjálfir samþykkt. Það kæmi mér meira að segja ekkert á óvart að Valsliðið hafi þangað til kannski nú með þessum sölum sínum og kaupum KR á Bjarna að þá hafi Valsmenn verið að borga hærri laun en KR-ingar svei mér þá.

Valsmenn eru alltaf að kynda undir það núna að aðrir séu svona eða hinsegin. Ég veit ekki betur en að það séu sömu forkálfar þarna og gerðu harða atlögu að Atla Jóh. þegar að hann var hjá ÍBV, samningsbundinn - hlutu þeir sekt fyrir og máttu prísa sig sæla með að Blika kærðu þá ekki því þá hefði dómurinn væntanlega orðið einhver því þarna hefðu þá sömu menn en verið við sama heygarðshornið.  Er ekki nær að einbeita sér bara að sínu verkefni heldur en að vera eins og litlir krakkar í sandkassa að klína þessu eða hinu á einhvern.


mbl.is Valur dró tilboð til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ja ekki veit ég hver ástæðan var nákvæmlega, laun eða eitthvað annað sem lét Valsmenn draga tilboð sitt til baka en ég hef það fyrir víst að þeir drógu það allavega til baka en ekki einsog ég las einhverstaðar þar sem látið var líta út sem Bjarni hafi af fyrra bragði ákveðið að ganga til liðs við KR frekar. KR umræðan hefur væntanlega verið í gangi á sama tíma en Bjarni var á leið til Valsmanna þegar þeir svo ákváðu að draga það tilboð til baka.

Ég vona bara að mórallinn lagist á skaganum fyrir vikið og gengi liðsins haldi áfram að batna líkt og það gerði grenilega í gær. 

Áfram þróttur samt í úrvalsdeild og ÍBV í 1.deild.   Mun í sjálfum sér ekkert gráta Skagamenn enda eiga þeir skilið að falla í ár þó svo að menn séu sífellt að segja það að það væri synd ef ÍA félli um deild. Þeir eiga það bara svo sannarlega skilið, nú verður tengdarfjöldskyldan mín smá sár)

Stefán Þór Steindórsson, 28.7.2008 kl. 14:27

2 identicon

Þetta eru vægast sagt furðuleg vinnubrögð hjá Völsurum. Ef þeir ná ekki samningum er bara drullað yfir menn og allt gert til láta þá líta illa út.

Jonni (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:27

3 identicon

Var það ekki Bjarni sem sagði rangt frá... finnst nú að menn megi leiðrétta það....

Hann var að reyna að spila sig sem einhverja hetju sem elti ekki peninga.... Allt eins í þeirri fjölskyldu...

Ólinn (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

En hvernig var með Valsmenn og Blika um daginn - bara þær yfirlýsingar sem þar komu fram gefa nú til kynna að Valsmenn séu líklegri til að vera í einhverjum leik en nokkrir aðrir sama hvort um er að ræða leikmenn, eða þjálfara og jafnvel dómara....ég man alveg samskiptin sem ég átti við þá þegar Atla málið var í gangi ......sorry ekki traustvekjandi vinnubrögð hjá þeim ...spurningin er: hafa þau lagast?

Gísli Foster Hjartarson, 28.7.2008 kl. 15:45

5 identicon

Núverandi stjórnendur knattspyrnudeildar Vals eru íslenskri knattspyrnu ekki til framdráttar. Þeir verða að læra að haga sér eins og siðaðir menn.

Stefán (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:24

6 identicon

Hjartanlega sammála þessu. Veit ekki betur en að Valsmenn séu búnir að kaupa

14 leikmenn á síðustu 3 árum.

Þráinn (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband