Sunnudagur - dagur Páls Óskars

Sunnudagurinn í Dalnum fór vel fram að því er mér skilst - auðvitað úðaði aðeins -  sértstaklega þarna rétt eftir miðnættið – þá er nú tæknilega kominn mánudagur – en fólk lét þetta ekkert á sig fá og virtist skemmta sér konunglega.
Kvölddagskráin á sunnudeginum: Á móti sól voru í lagi, personulega finnst mér alltaf gaman að heyra í Magna í Dalnum. Eyþór Ingi notaði tækifærið til að koma sér aðeins á framfæri, frábær söngvari en lagavalið ekkert til að kveikja í brekkunni, það lærist. Það örlaði á loga hjá Logunum en þeir teygði sig ekki hátt blessaðir logarnir, að mínu mati. Páll Óskar var flottur - sá hann ekki nærri því allan eftir miðnættið en fékk slatta af fólki í tjaldið eftir þá sýningu hjá honum og flest það fólk einfaldlega hélt ekki vatni – erum við að horfa á nýja Þjóðhátíðarstjörnu fæðast?  Konungurinn Bubbi Morthens er orðinn fastagestur – lögin þekkja allir og mikið var sungið með, en það var eins og það vantaði einhverja gleði í karlinn og sá neisti sem verið hefur oft á milli hans og brekkunnar kviknaði ekki fyrr en óvenju seint þetta árið og hann tendraði engin stórbál eins og hann hefur oft gert. Konungurinn á náttúrulega frábært lagasafn til að grúska í þar sem nánast allir kannast við megnið af lögunum – kannski var hann með sjóryðu? – Mér finnst hann alltaf flottur en hann náði ekki sömu hæðum og áður.

Brekkusöngurinn
Ég hef haft það fyrir vana að sitja aldrei í Brekkunni þegar að Brekkusöngurinn fer fram – Diddi fiðla sá til þess á alveg einstakan hátt á sínum tíma að fá mig til að trúa því að ég ætti aldrei að syngja á almannafæri, nema ef vera skyldi að það ætti að rýma svæðið!! - ég trúði honum bara. Að þessu sinni byrjaði ég að hlusta á Brekkusönginn inni í tjaldi en færði mig síðan ásamt dóttur minni uppi að girðingu með blys og kerti til að taka þátt í að tendra miðnætti. Það verður bara að segjast eins og er að oftast hefur brekkusöngurinn ómað miklu mun betur um dalinn – Ég man þá daga er söngurinn ómaði hátt og snjallt inn í tjald hjá manni eins og sungið hefði verið úr kannski 2 tjalda fjarlægð. Árni virðist vera að tapa þeim sjarma sem að hann hafði til að kveikja líf í brekkusöngnum.
Brekkusöngurinn var slappur annað árið í röð og það verður að segjast eins og er að mínu mati flutningur Árna á lögum Hreims og Bubba voru sennilega einu alvarlegu tilraunirnar til nauðgunar í Dalnum þessa helgina, svei mér þá. Þvílíkur dómgreindarskortur að taka þessi lög og reyna að fara að gera þau með eigin nefi þegar maður á að vera forsöngvari í brekkusöng þar sem allir eiga að kannast við lögin og geta sungið með. Þegar maður rölti upp brekkuna að girðingu og verið var að reyna að syngja, var þetta í raun grátlegt og þegar Árni var að syngja líf..... en fólkið var þá komið á .....legt  svo vel tókst til þetta var slæmt einu orði sagt slæmt. – þetta var arfaslakt, minnumst ekkert á meira nema hvað þjóðsöngurinn var ágætlega sunginn.
Flutningur brekkunnar á Lífið er yndislegt í lokin þegar að Hreimur var með gítarinn var allur annar og margfalt kraft meiri.
Menn verða að fara í naflaskoðun með Brekkusönginn og fá til leiks segi ég yngri og öflugri spilara sem kann gamalt og gott og fylgir því sem er að gerast – Það er ekki seinna vænna en að koma með breytingu á næsta ári ef að þið spyrjið mig. Ég hef ekki en hitt neinn sem hefur líst ánægju sinni með brekkusönginn, hvorki í ár né í fyrra. Ég segi nú er tíminn til að boða breytingar.  Hvernig sem menn koma þeim á koppinn. Árni gerði brekkusönginn að því magnaða fyrirbæri sem hann er, fyrir það verður seint fullþakkað, en tímarnir breytast og mennirnir með og tímapunktur breytinga í brekkusöngnum er nú ef að þið spyrjið mig.

flugeldar,brenna og fl.....

Ekki er hægt að skrifa um þetta án þess að minnast á flugeldasýningarnar sem þetta árið voru glæsilegar. Vinur minn Víðir Reynis sá lengi vel um þessar sýningar,allavegana laugardagana, og er flottur í þessu,  en nú er hann ekki með þetta í sínum höndum lengur, og því var þetta ótrúlega gott miðað við það. Mér skilst að ungu strákarnir í Hjálparsveitinni hafi verið í forsvari fyrir laugardaginn núna, ég velti því fyrir hvað þeir eru að pæla þegar þeir velja sýningu eins þessa ætli þeri séu að spá í .........?  ég veit ekki en ég hitti nokkra þeirra eftir sýninguna á föstudagskvöldið og þeir gengu ekki á sama grasi og við hin í dalnum svo  ánægður voru þeir, sem er vel skiljanlegt – Til hamingju peyjar þetta var frábært.  Sýningin sem sett var á svið á sunnudagskvöldinu,  var sú langlang besta sem sést hefur á sunnudagskvöldi á Þjóðhátíð, að mínu mati, un þá sýningu sáu félagarnir sem sjá alltaf um flugeldana á 13danum - glæsileg sýning hjá Frikka Gísla og félögum.

Eldgleyparnir og tónlistin þegar komið er með brennuvarginn Finnboga á vagninum var einnig vel lukkað þetta árið, sennilega það sem er hvað næst því þegar að við í Hreinum sveinum hlupum við Sigga Reim í fyrsta skipti á sínum tíma. – þið fyrirgefið varða koma þessu að, hefði líka getað komið því að að einu sinni voru menn lagðir af stað með mig a´kerrunni þegar að Siggi skilaði sér seint en það gaman varaði ekki nema eina 50 metra þegar að menn komu með Sigga í gírnum og við skiptum, að sjálfsögðu um stað, - Þarna var farið yfir mínar sekúndur í heimsfrægðinni. Gæslumynstrið hefur líka breyst á síðustu árum og það virðist vera að gefa góða raun. Ég var líka ánægður með nýju armböndin mun þægilegri og sterkari en verið hefur áður – góð breyting.

Eyjahljómsveitirnar Tríkot og Dans á rósum stóðu vel fyrir sínuog ekki má gleyma hlut þeirra Dans á rósummanna í barnadagskránni ígegnum árin sem er frábær og þáttur þeirra íhlutumeins og söngvakeppni barna er ómetanlegur, gott ef Sæþór Vídó var ekki komin í þetta líka þetta árið – missti af þessu útaf vinnu í ár, heyrði bara óminn.

Langar að lokum bara að minnast á Guðfinn S fréttamann hjá RÚV fyrir góða umfjöllun um hátíðina – þ.e.a.s. réttsýna og faglega, að mínu mati, og greinilegt var að hann hafði lagt sig yfir að kynnast hatíðnni frá sem flestum hliðum – sá hann reyndar ekki á svæðinu undir áhrifnum áfengis, hann á þá hlið kannski eftir!!! (hehehe) - Hvet fólk til að senda honum þakkarpóst fyrir góð vinnubrögð á gudfinnus@ruv.is ef að það er sammála mér

Fyrir minn smekk þá var Þjóðhátíðin góð, en hún var líka mjög fjölmennn, er ekki viss um að ég vilji hafa fleira fólk en var þarna í ár...það eru takmörk fyrir hvað má bjóða mörgum í kaffi til Eyja!

.....hvar verðum við að sama tíma að ári?


mbl.is Loftbrú milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ég mætt aftur sem lesandi.

En mætti Eyþór?? Ég þóttist heyra í útvarpinu á sunnudaginn að hann hafi forfallast? Hmm ég verð greinilega bara að mæta fyrr í brekkuna að ári! 

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Hjördís hann mætti. tók 4 lög ef að ég hef talið rétt, þar á meðal eitt eftir sjálfan sig. Ég sem hélt að þið stelpurnar pössuðuð ykkur á að mæta þegar ungir strákar væru að þenja sig á sviðinu. Ég er bara ánægður ða Inga mín fór ekki að væla í honum að taka lagið með honum því hún heldur því fram í mín eyru að þau hafi tekið saman Hallelujah eftir Leonard Cohen - sem bæði Jeff Buckley og Rufus Wainwright hafa flutt frábærlega, á Lunga á Seyðisfirði þar sem drengurinn spilaði undir á píanó og þau sungu saman.  En drengurinn er frábær söngvari.´

Ég hinsvegar vellti fyrir mér hann vann keppnina til þess að vera söngvari í Bandinu hans Bubba - Hvað hefur eiginlega orðið að því bandi?

Gísli Foster Hjartarson, 5.8.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Magnús Bragason

Það má virða það að Árni Johnsen reynir alltaf sitt besta og það í sjálfboðavinnu. Það sama verður víst ekki hægt að segja um Kónginn sem treystir sér ekki í Herjólf.

Magnús Bragason, 5.8.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það má líka virða það við mig og þig Maggi að við borgum okkur inn á hátíðina, tökum líka vaktir og fleira, þrátt fyrir að við borgum okkur inn. Megum heldur ekki gleyma að Bubbi trekkir en verulega að - Bubbi stóð við sinn hluta með því að koma þá leið sem að hann kom, ekki satt og hans flutningur var mörgum klössum fyrir ofan Árna flutning sama hvort borgað var fyrir hann eða ekki. Það get ég sagt þér að ég var tilbúinn með blogg um Bubba ef að hann hefði ekki látið sjá sig.  Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður ekki rekin á þeim forsendum að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir Maggi, sú hugsun er löngu liðin og að allir gefi vinnu sína, en sem betur fer eru en til menn sem gefa vinnuna sína. Sumir eru atvinnumenn og fá borgað fyrir að vera skemmtikraftar, eru reyndar misgóðir - svoleiðis er það sama hvort um er að ræða tónlistarmenn, íþróttamenn, fyrirlesara eða hvað sem við nefnum það -þannig er þetta bara, sumir eru svo vinveittari öðrum frekar en hinum og ekki borga allir það sama fyrir skemmtikraftana.

Sama hvað hver segir þá tel ég kominn tíma á að menn finni nýjan aðila til að stjórna brekkusöngnum og sá aðili gæti þess vegna tekið við í miðjum brekkusöng á næsta ári og Árni svo komið inn aftur og kvatt með ÞJóðsöngnum. Ég sagði það í blogginu að Árni hefur gert frábært atriði úr þessum brekkusöng á ÞJóðhátíðinni, það má hann svo sannarlega eiga skuldlaust,  en það er bara svo að það er eins þar og annrasstaðar á lífsleiðinni, eða í mannkynssögunni, að endurnýjunnar er þörf til að viðhalda áhuganum á hlutnum og ég personulega tel að sá tími sé kominn. Öðrum er að sjálfsögðu velkomið að hafa aðra skoðun. 

 Ég hef talað við fjölda manns bæði nú í ár sem og í fyrra um brekkusönginn og hef ekki en fundið himinlifandi sál - sorry  - það eitt hlýtur að segja okkur eitthvað. Einhvern tíma mun blogg mitt hætta að fá heimsóknir, er þá ekki komin ástæða til þess að snúa sér að öðru, það er enginn eilífur í einu né neinu.

Gísli Foster Hjartarson, 6.8.2008 kl. 00:14

5 identicon

Sammála bæði Magga og Gilla hvað það varðar að framlag Árna Johnsen í gegnum tíðina er þakkarvert og rúmlega það þegar brekkusöngurinn er annars vegar og ekki auðvelt að ljá máls á því að breytt sé til.  Hinsvegar vil ég varpa fram þeirri spurningu, hversu lélegur Árni þyrfti að vera til þess að forráðamenn þjóðhátíðar kæmu að máli við hann um mannabreytingu eða fara fram á betri performance ?

Takk fyrir frábæra þjóðhátíð og Maggi, takk fyrir að passa mig á brekkusöngnum !

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:10

6 identicon

Skilst að' það sé búið að reyna að fá Kallinn til að hætta. En hrokinn er svo mikill að hann mindi mæta hvort sem væri búið að láta hann hætta eða ekki.

Ég fer ekki aftur í brekkuna til að hlusta á þessar nauðganir hjá honum á annars góðum lögum.

H.F (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.