6.8.2008 | 08:13
Hvað er fólk að spá?
Ég velti því nú bara fyrir mér hvað fólk er að spá með því að fara í svona leiðangra, það hlýtur að gera það alfarið á eigin ábyrgð - það ættu nú flestir að vita að það er aðeins Herjólfur sem stundar farþegaflutninga á sjó til Vestmannaeyja. Verður fólk ekki að spá í eigin dómgreind þegar að það er að taka sér fyrir hendur svona ferðalög út í óvissuna?
Það hlýtur svo að mega kæra menn fyrir að stunda svona flutninga gegn gjaldi án leyfis.
Farþegar fengu ekki björgunarvesti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gísli Foster Hjartarson; Þú veður villu vegar.
Síðan hvenær hafa þeir sem fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, dómgreind?
Kveðja, Björn bóndi ïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 6.8.2008 kl. 09:50
Já þú segir nokkuð - ég ætti kannski að skoða þetta - hvort að mann skorti gjörsamlega alla dómgreind - og ekki getur dómgreindin þá verið mikil þar sem að ég er þegar búin að ákveða að vera aftur að ári.
Gísli Foster Hjartarson, 6.8.2008 kl. 10:12
Þegar Vestmannaeyjagosið hófst 23. jan 1972, þá voru flestir Eyjamenn fluttir til lands alla leið til Þórshafnar á trillubátum. Engin björgunarvesti. En þetta var neyðartilfelli. Það skilja allir.
Var þetta ekki neyðartilfelli að koma dómgreindarlausum sem og Bubba Mortens á Þjóðhátiðina til að hlusta á Brekkusönginn hans Árna Johns? Kommon, það skilja allir.
Björgunarvesti hvað?
Kveðja, Björn bóndi ïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 6.8.2008 kl. 10:20
Gosið var reyndar árið 1973... Varst þú á þjóðhátíð??? :=)
Inga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 13:06
"Þegar Vestmannaeyjagosið hófst 23. jan 1972, þá voru flestir Eyjamenn fluttir til lands alla leið til Þórshafnar á trillubátum. Engin björgunarvesti. En þetta var neyðartilfelli. "
Eins og komið hefur fram þá var þetta árið 1973 og siglt var í flestum tilfellum til Þorlákshafnar. Ég held að það hefði bæði verið ansi langt og gjörsamlega óskiljanlegt að sigla með fólkið til Þórshafnar.
Aðalsteinn Baldursson, 6.8.2008 kl. 15:38
Inga; Þetta er alveg rétt hjá þér, 1973 og klukkan var 02:10. Takk.
Aðalsteinn; Hvert áttu þeir að sigla ef ekki á Þorlákshöfn? Selfoss eða Kirkjubæjarklaustur?
Kær kveðja, Björn bóndi JSigurbjörn Friðriksson, 6.8.2008 kl. 16:50
Sæll Björn bóndi.
Þú skrifaðir sjálfur Þórshöfn. Var það Þórshöfn á Langanesi eða í Færeyjum?
Aðalsteinn Baldursson, 6.8.2008 kl. 21:19
þið eruð aðeins að villast út fyrir umræðuefnið sem er allt í lagi, en ég hef sjálfur farið svona ferð úr landeyjum með lítilli tuðru útí stærri bát með dóttur mína og fannst bara mjög gaman að þeirri ferð þó svo að við blotnuðum aðeins, ég get alveg sagt að þessir litlu bátar sem flestir kalla TUÐRUR eru nefnilega nokkuð öruggir bátar hef sjálfur reynt ýmislegt á svoleiðis tæki í kringum eyjar í allskonar veðrum og alltaf gengið vel. 'Eg þekki til þessara manna sem voru þarna að redda fólki til eyja og segi bara að ef ég myndi fara svona ferð þá myndi ég vilja hafa þá í því að ferja mig á milli þetta eru menn með 20-40 ára reynslu af allskonar siglingum kringum eyjar og um allt land þannig ég get fullyrt að þetta fólk gat ekki fengið betri menn til að flytja sig yfir og það er alveg furðulegt hvað fólk getur verið ósanngjarnt í umræðunni um þetta og halda það að það hafi verið hætta á ferðum er óskiljanlegt því ég veit að þeir hugsa um öryggið fyrst og fremst og hafa engan áhuga á því að setja sjálfa sig í hættu
Snorri Jónsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:02
Aðalsteinn; Sorry vinur. Þarna hefur Þórshöfn bara verið skammstöfun eð astytting á Þorlákshöfn, hjá mér snillingnum - eða þannig sko.
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<
Sigurbjörn Friðriksson, 7.8.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.