11.8.2008 | 09:43
Áhugamenn
Nú fór ég ekki á tónleikana með meistara Clapton en það virðist vera svo að ef að tónleikar eru í Egilshöll þá kvarta menn undan því að loftræstingin sé nánast engin og ætli alla menn að kæfa - þetta er náttúrulega engan veginn boðlegt árið 2008, maður myndi ætla að svona hlutir væru í lagi. Það er ekki eins og það sé frítt á þessa tónleika alla saman og því á fólk nú hemtingu á að þessir hlutir séu í lagi.
En hver leggur í að fá U2 ti landsins?
Kæfandi hiti á Clapton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vona að U2 komi ekki því egilshöll er allavega ekki boðleg fyrir þa tónleika. Ég mæli með stórum útitónleikum með U2 í Júlí á Íslandi.
Stóð þarna í gæslu á Clapton og sá mína fyrstu Egilshallartónleika og ég mun seint borga mig inn þarna í þetta skrípi af húsi
Stefán Þór Steindórsson, 11.8.2008 kl. 10:07
he he - gæslumaður - ÞÚ - he he
Ég mæli bara með U2...engum stað.....nema
Gísli Foster Hjartarson, 11.8.2008 kl. 10:18
................Herjólfsdal!!!!
Gísli Foster Hjartarson, 11.8.2008 kl. 10:19
Já svo verður ófært og U2 menn þurfa að fara með gúmmítuðru frá Bakka við illan leik. Ætli Bono myndi ekki bara fíla smá gusugang og pus rétt eins og Logar, Bubbi og fl.
Tær snilld:-)
Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:49
U2 á Þingvöllum væri málið!
Pétur Orri Gíslason, 11.8.2008 kl. 14:51
he he - engin er verri þó að hann vökni - en þetta er alvöru menn og mæta tímanlega í Eyjuna fögru - he he - bara Bubba leyfist að fara á taugum yfir þessu! Ég segi reyndar að hann sé að reyna að blása þetta upp til þess að þurfa ekki að koma aftur að ári - sem að mér þætti sárt.
Varst þú í tuðrunni Hlynur? Var þetta ekki ævintýr? er þetta ekki annars Hlynur gítarleikari í Logunum?
Gísli Foster Hjartarson, 11.8.2008 kl. 14:53
Þingvellir þú segir nokkuð
Gísli Foster Hjartarson, 11.8.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.