Bjargar ný ferja byggðarlaginu?

Það verður gaman að sjá hvaða niðurstöðu menn fá úr þessu og hvort að tilboðum þesum verður gengið eður ei, þ.e.a.s. því sem menn telja álitlegast.

Stóra spurningin í mínum huga er hins vegar sú hvort að þessi ferja og höfnin sem byggja á hinu megin við sundið verða til þess að bjarga blessuðu byggðarlaginu úr þeim hremmingum sem að við erum svo sannarlega í. Við erum að mínu mati á ákveðinni endastöð með bæjarlífið og við höfum verið stött á þessari endastöð í þó nokkurn tíma en spurningin er í raun hvenær við förum af stað aftur? Það er ekki nóg að vera á endastöðinni og dokra við nú þurfum við að fara að taka stefnu útaf helvítis endastöðinni og koma okkur aftur á meðal fólks, en það virðist ætla að reynast okkur erfitt en er lífsnauðsynlegt til þess að halda velli í hinu daglega lífi og hleypa frekara lífi í fólk og fyrirtæki hér í bæ og vekja aftur þá trú á byggðarlaginu sem að fólk hafði áður en við lögðum af stað niður brekkuna fyrir einum 15 árum.


mbl.is Þrjú tilboð bárust í nýjan Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þó nokkurn tíma en spurningin er í raun hvenær við förum af stað aftur? Það er ekki nóg að vera á endastöðinni og dokra við nú þurfum við að fara að taka stefnu útaf helvítis endastöðinni og koma okkur aftur á meðal fólks,

.................Einmitt, til þess eru bættar samgöngur...karlinn 

kk (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

já og þess vegna er mikilvægt að vel takist til með framhaldið á þessu verkefni - bíð ekki í það ef að það verða vandkvæði á Bakkafjöruhöfn og nýrri ferju. ´

EN bættar samgöngur gætu nú líka flýtt fyrir flutningi fólks ef ekki er unnið í öðrum jaðarmálum á fulum krafti

Gísli Foster Hjartarson, 14.8.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.