Ótrúleg seigla Fimleikafélagsins

Ja hérna var nánast búin að afskrifa stig til FH í þessum leik, en ótrúlegt seigla þeirra og kannski röng taktík hjá Fjölnis mönnum miðað við lýsinguna, þ.e.a.s. að reyna að hanga á sigrinum, gerði það að verkum að eitt stig fer í fjörðinn í kvöld og svo hrista KR-ingar en frekar upp í þessu með því að jafna á lokasprettinum gegn Keflvíkingum, eftir að Keflvíkingum tókst að komast í 2-1 - það virðist sem svo að spennan verði fram á síðustu umferð og Valsmenn koma ferskir inn í topp baráttuna núna með góðum sigri á útivelli gegn Breiðablik sem hafði ekki tapað síðan Guð má vita hvenær. Hvað er þetta með Grindavíkinga og heimavöllinn, getur einhver svarað því? Sá sem var að lýsa leik Þróttar og Fylkis á Rás 2 hafði ekki frá miklu að segja, það sem gladdi mig var að Bibbi Páls, Þróttari,  er kominn aftur eftir erfið meiðsli - en lýsingin var svo bragðdauf af leiknum að það minnti helst á jarðaför, það virðist ætla að reynast Fylkismönnum erfitt að losa sig úr fallbaráttunni og þeir færðust nær með þessu jafntefli því HK-menn virðast allir vera að koma til og er gaman að sjá kraftinn sem virðist vera kominn í þá, spurningin er bara hvort það er ekki of seint - við sjáum hvað setur.  ....kemur færslunni kannski ekkert við en áfram ÍBV
mbl.is FH vann upp þriggja marka forskot Fjölnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.