Er rétt að segja Leifur hættur?

Er ekki réttara að segja Leifur látinn fara? Ekki valdi gamli körfuboltadómarinn að hætta, ekki það að þetta komi öllum spark unnendum á óvart því gengi Fylkismanna hefur engan veginn verið eins og búist var við í upphafi móts og á ýmsu virðist hafa gengið  í herbúðum liðsins. Leifur getur þá nú einbeitt sér að Áslandsskóla og að fylgjast með Everton og jafnvel tekið að sér að flauta í eins og einum og einum körfuboltaleik!!!

Ég óska Páli og Sverris Sverris góðs gengið með liðið og vona að Sverrir blási í Fylkisliðið einhverju af þeim krafti og gleði er hann var svo fullur af er hann lék með okkur Eyjamönnum á sínum tíma.


mbl.is Leifur hættur með Fylki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Les fólk ekkert fréttir lengur nú til dags ? Lesa menn bara fyrisagnir og fara svo að blogga og skammast. Ég sé ekki betur en það komi fram tvisvar í þessari blessuðu frétt að hann hafi verið rekinn. Strax í byrjun stendur að Leifi hafi verið sagt upp störfum og svo síðar stendur að hann hafi verið látinn taka pokann sinn. Þess fyrir utan er engu logið í fyrirsögninni um að hann sé hættur með Fylki. Það segir ekki í fyrirsögninni að hann hafi ákveðið að hætta eða hafi sagt upp sjálfur. Meiri bölvuð vitleysan er í ykkur. Ég segi nú ekki meira.

Jón Óttar Hringsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Rólegur karlinn rólegur. Ég varpa þarna fram spurningu um fyrirsögnina af því að mér finnst hún röng Leifur hætti ekki með Fylki hann var látinn fara og í mínum skilningi er það tvennt ólíkt hvort að ég segi upp vinnunni minni eða er rekinn - algerlega óskyllt og því er fyrirsögnin villandi þó svo að hitt komi fram í greininni það veit ég vel og sá, fannst bara rétt að benda á þetta.

Gísli Foster Hjartarson, 29.8.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband