Haukarnir sáu ekki til sólar

Enda var svo sem skítaveður, en það breytir því ekki því maður tekur bara svona til orða. ÍBV var búið að gera út um leikinn strax eftir sennilega bara 10 mínútur, svona eins og Villa fór með FH, og eftir það áttu Haukamenn varla færi í leiknum fyrr en undir blálokin að þeir fengu 2 færi og skoruðu úr öðru þeirra eftir slæma völdun í teig Eyjamanna. Veðrið var afleitt í gær til knattspyrnuiðkunnar gekk á með grenjandi rigningu og ÍBV tók ALbert Sævarsson markvörð útaf og hleypptu kjúklingnum Fannari inn á bara til þess að bjarga því að Albert yrði ekki út þarna því hann var allur orðinn kaldur og hrakinn því ekkert var að gera í markinu.  Nú er þetta nánast í höfn og það verður gaman að sjá hvernig liðinu mínu tekst upp í efstu deild að ári og það verður að segjast eins og er að þessi 1. deild er lakari en í fyrra, en það breytir því ekki að ég myndi flokka ÍBV liðið eins og það er í dag á skalanum 7-12 í efstu deild, sem segir manni að liðið á fullt erindi þarna upp.  EN það eru ljón á veginum og þau þarf að skjóta til að þetta verði allt að veruleika.


mbl.is ÍBV hársbreidd frá efstu deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og staðan er þá er vart hægt að tala um að það séu ljón á vegi ÍBV upp í úrvalsdeild.  Það er fátt sem á að geta komið í veg fyrir úrvalsdeildarsæti, það gæti orðið kapphlaup um fyrsta sæti deildarinnar núna í lok leiktíðar.

Árni Þór (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband