Forvitnilegt

Það væri gaman að vita hvað einn okkar allra besti leikmaður er að fara með þessu. Er verið að gista á láklassa stöðum, er of mikið af farþegum í kringum liðð sem eru þarna bara til að gera sér glaðan dag og trufla þannig einbeitninguna sem þarf að vera í umhverfinu, er illa boðað til leiks og ferðir fyrir strákana illa skiulagðar, er sokka teipið ekki af réttri tegund, er sjúkraþjálfarinn fýldur? Hvað ætli þessi klóki leikmaður sé að fara.

Fyrst ég er byrjaður þá langar mig að tala um þá er lýstu leiknum í sjónvarpinu, bara verð að koma þessu að þetta pirraði mig þvílíkt. Hvað eru menn að setja upp þær tilvitnanir að Skoska liðið sé lélegt fótboltalið, að í liðinu séu ekki margir sem geta haldið bolta á lofti oftar en tvisvar og ég veit ekki hvað. Hverslags fíflarí er þetta eiginlega er engin faglegur metnaður til verksins? Eg spyr eru menn ekkert að setja sig inn í að afla sér upplýsinga um andstæðinginn sem hægt er að fræða hlustendur á í hjáverkum? Var t.d. ekki sá sem skoraði fyrra markið Kirk Broadfoot að spila sinn fyrsta landsleik heyrði aldrei minnst á það t.d. - kannski er ég svona klikk að ég þurfi svona upplýsingar eða finnst gaman þegar að þær fylgja - þá biðst ég afsökunnar á því.

Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta "lélega" skoska fótboltalandslið vann okkur á okkar heimavelli, komust meira að segja í 2-0, mér er alveg sama hvað menn segja að við höfum verið að spila eitthvað vel og í þá áttina - við spiluðum ágætlega og betur en oft áður en við töpuðum samt og það segir okkur að við höfum ekki spilað nógu vel. - svo einfallt er það.  TIl hvers að vera að gantast með andstæðinga svona, þó að í lýsingu sé, ég sá ekki betur en, eins og Stjáni Gúðmunds bennti réttilega á, að þeir leysti sínar sóknar þreifingar með sendingum á bak við okkar bakverði og komumst þannig í gegn aftur og aftur - sá okkur ekki leysa málin svona - takið eftir skoska liðið var lélega liðið samkvæmt þeim sem voru að lýsa. Ég skal alveg taka undir að flest skoksu landsliðin sem að ég hef séð hafa verið betri en þetta, og það vantaði leikmenn hjá þeim, en hvað erum við að gefa í skyn um okkar lið ef að þetta á að vera allt satt og rétt sem menn sögðu um skoska liðið.

Öll umfjöllun var stundum á þá vegu að það var eins og við værum bara í einhverjum hærri klassa af því að við náðum jafntefli í Noregi - jafntefli ekki sigri!

Þó að við verðum seint talin stórþjóð í fótbolta þá er maður mest svekktur yfir því að glopra tækifæri að eiga smá séns á að það geti myndast spenna og gleði í kringum landslið Íslands í fótbolta í þessari keppni.  Riðillin bauð uppá að það gæti gerst, en tækifærið rann trúlega úr greipum í gær.  og það í  2. Umferð !  

Vonandi ná menn þó að bæta ráð sitt - og kannski hlusta menn á Grétar Rafn - hver veit.

 


mbl.is Grétar Rafn ætlar að leysa málin með KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég fussaði líka þegar ég las á mbl.is að Skotland hafi unnið nauman sigur á því íslenska... Ef staðan hefði verið 2-1 fyrir íslandi þá hefði þetta örugglega ekki verið naumur sigur... Mér fannst nú okkar íslenska lið ekkert vera gott í gær. Hreinlega kominn með nóg af því að sjá Eið Smára vera með áskrift á sæti í þessu liði og miðað við sína frammistöðu í gær þá ætti hann að byrja á bekknum næst.

Stefán Gíslason snerti boltann alltaf 15 sinnum áður en hann tók snúnig og setti boltann til baka á varnarmenn...HVAÐ ER ÞAÐ?  Svo fóru þessar sendingar hans aldrei lengra en á 1.varnamann og við misstum boltann...  

"Það er á svona stundu sem ég þoli ekki að hafa ekki verið valinn í landsliðið"

Stefán Þór Steindórsson, 11.9.2008 kl. 16:18

2 identicon

Veit ekki hvað þið haldið að okkar ofmetnu menn séu góðir...

í fyrsta lagi spila þeir lítið með sínum liðum, í öðru lagi eru skotarnir flestir í celtic eða Rangers sem eru mun stærri klúbbar en allir í okkar liði að Eið vatnsbera undanskildum...

Punkturinn er, Við erum bara ekkert það góðir, á pappírnum, á vellinum... PUNKTUR

Svo finnst mér magnað að eitt aðalatriðið í "fagmennskunni" hjá Grétari okkar skv. DV er að KSÍ splæsir ekki leigubílinn frá Leifsstöð... Andskotinn hafiða... Á ykkar bankastjóralaunum megiði þið ágætu landsliðsmenn bara GRJÓTHALDA KJAFTI og bara taka Flybusinn ef þetta er svona erfitt.... VÆL...

Ólinn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hissa er ég ef þetta er það sem Grétar Rafn er að kvarta undan - ja hérna, hélt nú að þetta væri merkilegra en þetta.

Gísli Foster Hjartarson, 11.9.2008 kl. 18:26

4 identicon

Ljott ef satt er! Tek sjálfur Flybusinn og finnst ekkert að því. Gat hann bara ekki hringt í mömmu eða pabba?

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:33

5 identicon

Guð minn góður, ekki taka mark á því sem stendur í DV. Haldiði virkilega að Grétar Rafn sé að kvarta undan því að þurfa að borga taxa frá Leifsstöð? Come on, ekki láta svona.

Fannar (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband