Eru menn ekki að grínast?

Þarna segir Þorsteinn m.a.

Ég treysti því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni vegna þessarar ráðstöfunar og bjóði þeim sanngjarnt úrræði sem geti á komandi árum dregið úr þessu tjóni. Ég tel að ekki sé lengur nein óvissa um það, að eftir hluthafafund Glitnis í næstu viku verði bankinn í meirihlutaeigu íslenska ríkisins og þar með afar traustur banki. Ég tel ljóst að með þessum hætti eru allar innistæður viðskiptavina bankans tryggðar.

Hverslags bull er þetta afhverju á ríkisvaldið að fara að bjóða hluthöfum einhver sérstök úrræði, þegar verið er að bjarga þessu fólki úr snörunni? Ætli menn séu búnir að semja um forkaupsrétt þegar ríkið ætlar að selja sinn hlut? Hverslags viðbjóðs vinnubrögð eru það? Fólk á að vita það að þegar það kaupir hlutabréf þá getur brugðið til beggja vona - það er ekkert sjálfsagt að fólk græði á því. Ef að Geir H. Haarde og félagar eru að gera eitthvert svona samkomulag við núverandi eigendur bankans þá eru þessir dúddar rotnari en ég hélt. Þeir eru að eyða peningunum okkar í að hysja upp um þetta lið og á svo að fara að umbuna því seinna? Hela að þetta lið eigi að þakka fyrir að fá ða halda því sem að það fær að halda.

Vissulega vona ég að bankinn komist á fæturna og vaxi úr grasi á ný og þá fær þetta fólk eitthvað af sínu til baka vænti ég.  Síðan á ríkið bara að bjóða öllum landsmönnum að kaupi í bankanum þegar að það ætlar að selja sinn hlut - þó ekki væri nema fyrir 5 eða 10 þusund kall. Þá fá allir tækifæri til að komast inn á því gengi sem boðið verður upp á, það sem ekki selst á svo að selja hæstbjóðanda.


mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hef ekki hugmynd um það - það er ekki eins og ættingjarnir troðiá mér alla daga -  finnst þetta bara óþolandi ef rétt er, menn lenda í ógöngum , óstjórn segi ég, og það er hysjað upp um þetta fólk og þá sem að það kaus til að fara með peningana sína - það er að segja þeim er bjargað frá gjaldþroti - á svo að fara ða umbuna þessu fólki síðar með einhverjum vildarkjörum?  Kiss my arse ef það er rétt og ef svo er þá segir það mér bara hvað þetta lið býr í vernduðu umhverfi.

Hugsaðu þér alla ráðgjafana hjá þessum bönkum sem t.d.hvötu fólk til að taka öll lán í erlendri mynt t.d. - allir þessir ráðgjafar halda væntanlega vinnunni og ypta bara öxlum og segjast ekkert skilja í þessu!!!

Gísli Foster Hjartarson, 3.10.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband