Kaup og kjör?

Hver eru svo kjör þessara nýju bankastjóra og æðstu stjórnenda bankanna? Afhverju sé ég hvergi minnst á það? Er ekkert að segja ða þetta lið eigi að vera á einhverjum lúsarlaunum en mér finnst almenningur sem eigendur að þessum banka eiga fullan rétt á að þessir hlutir séu gefnir upp frá fyrsta degi.

Hérna hafa hrökklast frá fjöldinn allur af stjórumsem voru með himinhá laun af því er sagt var m.a. útaf þeirri miklu ábyrgð sem hvíldi á herðum þeirra og tala nú ekki um hæfileikana sem að þeir bjuggu yfir - hvar þessir menn eru nú veit ég ekki.  Menn hljóta svo að ætla að auglýsa þessar bankastjóra stöður til umsóknar á næstu mánuðum þegar róast um - varla eiga þetta að fara að vera allt einhverjir svona vinagreiðabankar á pólitískum nótum? Aumt er lífið ef svo er. Ráða á hæfasta fólkið en ekki hæfasta vininn eða vinkonuna - það er búið að fara þá leið ekki satt!


mbl.is Nýr Glitnir stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.....en eins og ávallt þá verður einhver skítalykt af þessu eins og allri pólitík!

Birgir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.