Er LÍÚ að koma eða fara

Vilja upptöku annars gjaldmiðils en vilja ekki í Evrópusambandið - þetta hljómar eins og það eigi allt að vera eftir þeirra höfði. Ef að hvorugt gengur upp ætli þeir skili þá kvótanum sem að þeir eru með á leigu frá þjóðinni? Auðvitað vil ég, og hef alltaf viljað,  hag sjávarútvegsins sem mestan en ég er hræddur um að þegar kemur að þessu gjaldeyrismáli þá gætu menn þurft að lúta í gras með eitthvað af kröfunum. Er ekki ESB að fara að endurskoða sjávarútvegsstefnu sína, einhversstaðar sá ég það - á að vera klárt 2012. Hvar ætlum við að standa inni eða úti? með Evru eða ekki? Við erum náttúruelga um þessar mundir smáþjóð sem hleypur um allan hinnvestræna heim kviknakinn í leit að hjálp svo illa erum við búnir að koma árum okkur fyrir borð - Við höfum ekki mörg tromp á hendi og það hefur klárlega komið í ljós síðustu vikurnar að það er í raun öllum sama um okkur nema Færeyingum.

Sjávarútvegurinn og ferðamennska er það sem að ég sé sem okkar sterkustu leið út úr vandanum, jú og hugvit, og þar höfum við góða og mikla möguleika og því þurfum við að vanda okkur  og horfa vel til allra átta áður en við leggjum af stað.


mbl.is LÍÚ vill einhliða upptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi yfirlýsing frá stjórn LÍÚ kemur okkur í Hreyfingunni Dollar Strax ekki á óvart. Allir hugsandi menn eru að átta sig á stöðunni. Krónan er ónýt, ekki vegna þess að blekið á seðlunum sé ekki vatnshelt, heldur vegna þess að okkar tegund af hagkerfi stendst ekki með eigin gjaldmiðil. Dollar er eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn og vesalingur eins og Evran koma ekki til álita.

Þeir sem áhuga hafa á málinu ættu til dæmis að líta á eftirfarndi blogg:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/724755/

http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/728920/

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.11.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Mér sýnist þeir vera segja að þeir vilji dollara .  (púnktur)

Jón Á Grétarsson, 29.11.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mínar heimildir segja, að þú hafir rétt fyrir þér Jón. Hvers vegna LÍÚ talar ekki hreint út og segir: við viljum Dollar, veit ég ekki.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.11.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband