Já hérna gæti margt "spúký" komið í ljós

Það verður gaman að sjá hvað gerist þegar að menn kafa ofan í þessi mál, þ.e.a.s. ef að menn gera það þá yfirhöfuð mér sýnist en vera verið að moka yfir ýmsa hluti í samfélaginu.

Kvótakerfið er skrýtið, kannski ekki kerfið, en öll meðferðin á því og hvernig menn vinna í þessu kerfi og hvernig menn hafa höndlað með kvótann sem pening sem syndir í sjónum og hækkar eða lækkar í verði eftir því hvaða bönkunum dettur í hug, lögmál markaðarins ekki alltaf ríkjandi. ..og bankarnir tóku veð í sporðunum óveiddum hægri vinstri eins broslegt og það kann að hljóma!!!

EN ég spyr nú, kemur kvótanum ekkert við,  hvenær ætlar fjármálaráðherra að segja af sér og líka að láta ráðuneytisstjórann víkja hjá sér - finnst það mál algjört spaug og þvílík djöfuls spillling að það hálfa væri nóg. Ég velti fyrir mér hvað bærist í kolli þessa fólksþ.e.a.s. ef að það bærist þá eitthvað þar yfir höfuð.


mbl.is Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það kemur svosem ekkert "spúkí" í ljós, einungis það sem er búið að vera að benda á í mörg ár og jafnvel áratugi AÐ KVÓTAKERFIÐ OG FRAMSAL AFLAHEIMILDA STENST EKKI ÍSLENSKU STJÓRNARSKRÁNA.  Samkvæmt lögum eru VARANLEGAR AFLAHEIMILDIR ekki til vegna þess að aflaheimildum er úthlutað til eins árs í senn og því er ekki hægt að tala um VARANLEGA EIGN þar sem aflaheimildir koma við sögu.

Jóhann Elíasson, 30.11.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta er reyndar alveg rétt hjá þér Jóhann en fyrir mér vakir hvað mun gerast í umræðunni núna á næstunni þegar umræðan um spillingu, þjófnaði og annað miður gott hefur náð tökum á málefnunum - þá hlýtur þetta að koma inn af fullum krafti þ.e.a.s. hvernig málið skal tæklað. Við Eyjamenn höfum nú verið öflugir í að slá undir okkur í þessu - hvernig mun þessi umræða fara með staði eins og Eyjar?

Gísli Foster Hjartarson, 30.11.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Gísli ég hef ekki skilið færsluna hjá þér alveg rétt.  Ég vona að hlutur landsbyggðarinnar, hvað varðar þetta óréttlæti, verði leiðréttur því verði þessi "óskapnaður" sem kvótakerfið er látið ganga áfram í þeirri mynd sem það er í dag þýðir það endalok landsbyggðarinnar.

Jóhann Elíasson, 30.11.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband