Frábært tónlistarhús mikilvægara en samgöngur....

...til Eyja t.d.. Gaman að heyra af svona yfirlýsingagleði frá menntamálaráðherra, ráðherra í ríkisstjórn sem er nýbúin að setja hömlur á bættar samgöngur til Eyja með frestun á ferjumálum. Gaman að vita að einhver tónlistarhjallur fyrir útvalda elítu á höfuðborgarsvæðinu virðist vera henni mikilvægari - skamm - Hvort ætli færi þjóðinni meiri björg í bú?, tala nú ekki um  á þessum neyðartímum sem Þorgerður Katrín og fólk henni tengt er búið að taka þátt í að koma þjóðinni í?  Gaman verður að heyra hvernig bæjarstjórn Vestmannaeyja tæklar framhaldið í samgöngumálum við Eyjar eftir þau skilaboð sem þarna berast, þ.e.a.s. að þetta hús er orðið meira important en bættar samgöngur við Eyjar, allavega á ekki að slá mikið af þarna.
mbl.is Tónlistarhús gæti tafist um ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Væri ekki alveg idealt að flytja bara Vestmannaeyjinga í bæinn og setja þá í tónlistarhúsið?  Enda eru Vestmannaeyjingar alveg tón og söngelskir með afbrigðum!

Jón Á Grétarsson, 10.12.2008 kl. 22:25

2 identicon

Ipod spilari er mikilvægari en samgöngur til Eyja..

Hjörtur Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Legg þetta fyrir borgarafund Jón - hehe - en mig færðu ekki það er ekki að ástæðulausu að ég kalla höfuðborgina borg ótta og myrkurs!

Það get ég sagt þér Hjörtur að ipodinn minn er eitt það mikilvægasta sem að ég á, en hann slær ekki út íbúa þessa byggðarlags né þá náttúrufegurð sem að ég bý við - það er eitthvað sem að ég legg ekki verðmat á og hvoru tveggja tel ég t.d. mun mikilvægara að hlúa að en eitthvert tónlistarhús - með fullri virðingu fyrir þeim tónlistarmönnum er kunna að koma til með að töfra þar fram tóna af öllum stærðum og gerðum.

Gísli Foster Hjartarson, 11.12.2008 kl. 07:53

4 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Þú sérð hlutina eins og þeir eru Gilli, auðvitað er það mikilvægara fólk sem vill sitja í þessu ágæta flottræfilshúsi en þeir garmar sem sigla með Herjólfi !

Karl Gauti Hjaltason, 15.12.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband