Nóg af stigum í boði

Er hræddur um aðvið munum sjá í hádeginu á morgun hvaða skilaboð United mun senda á hina keppninautana við toppinn. Arsenal liðinu virðist vera flökurt þessa dagana og ekki er ég viss um að jólasteikin hafi bæt þar um. Chelsea er eitthvað að hiksta, eithvað sem að ég var ekki að vonast eftir, en vonandi er að Ballack hristi upp í þeim Liverpool aftur á móti þarf að draga andann júpt og halda fókus og komast klakklaust í gegnum jólatörnina og þá sé ég alveg í hendi mér að þeir geti haldið haus út mótið. Aston Villa er virkilega ánægjulegt að sjá þarna alltaf gaman þegar að ný andlit koma þarna og byrja að ría kjaft og megi það halda áfram, orðið svolítið þreytandi að sjá alltaf sama hyskið þarna - he he

Annars er ég nú mun spenntari fyrir gengi Brighton og Crewe þessa dagana eins og aðra!! 


mbl.is Liverpool ætlar að halda efsta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég ætla rétt að vona að við náum 6 stigum í næstu tveimur leikjum og ef það gerist sé ég alveg fyrir skemmtilegann endasprett.

Annars verða þínir menn að fara að spýta í lófanna ef ekki illa á að fara fyrir mávunum.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 25.12.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.