Já þarna og annarsstaðar

Það er ekki bara ða Gaza strönd þar sem að hemurinn er laskaður - vissulega er ástandið þarna óþolandi og ólíðandi. EN það er á svo mörgum stöðum þar sem að hlutirnir eru ekki í lagi t.d.: Kongó, Simbabve, Afganistan, Írak, Myanmar (Burma) og víðar það er á mörgum stöðum þar sem að þarf að taka til hendinni við mannréttindi og friðarumleitanir. ......og það sem meira eru ogstendur manni kannski næst að það þarf að taka til á Íslandi líka, það er með ólikindum hvernig fólkið sem fer með ferðina á Íslandi níðist á fólkinu og axlar nákvæmlega enga ábyrgð. Held að menn eins og Ögmundur ættu að einbeita sér að því að taka til á sínum vinnustað, Alþingi,  fyrst áður en hann heimtar að tekið sé til í görðum í öðrum löndum, þó svo að ég styðji málstaðinn sem að hann talar fyrir.
mbl.is Mótmæla blóðsúthellingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt. En óréttlæti og morð á einum stað finnst mér ekki réttlæta óréttlæti og morð annarstaðar.

Við Íslendingar erum sem betur fer heppnir að Færeyjingar og aðrir hugsa ekki bara um sig. Er ekki í góðu lagi að láta sig málefni varða. Jafnvel mál sem ná út fyrir eigið heimili, jafnvel eigin stórfjölskyldu sig varða. Allt samfélagið. Allt Ísland. Og út fyrir landsteinana. Samt ágætis point hjá þér. En mér finnst persónulega við verða hugsa í stærra samhengi.

"All that is necessary for the triumph of evil is for Good men to do nothing"
- Edmund Burke 

GG (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:22

2 identicon

Þar sem ég get ekki haft samúð með glæpamönnum,hryðjuverkamönnum og mönnum sem nota konur og börn sem mannlega skildi.Þá get ég ekki með nokkru móti studd VG og mun aldrei gera.Stjórnamálasamtök sem styðja Hamas fá aldrei minn stuðning.

dd (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:48

3 identicon

Eru einhver stjórnmálasamtök að styðja Hamas?

Er ekki verið að mótmæla fjöldamorðunum?

Veit ekki, hef ekki kynnt mér mál VG nógu vel. En stundum eru meirisegja samtökin Ísland-Palestína sögð vera handbendi einhverja ákveðina stjórnmálaafla í Palestínu (eða hérlendis) - sem allir sem kynna sér félagið og markmið þess og starf vita að er bull. 

Haddi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.