Hægan hægan.....

....hvað er í gangi bara alvöru markvörður gengin til liðs við Tottenham - vá hvað verður skrýtið að horfa á liðið með þokkalegan markvörð hvað er eiginlega langt síðan síðast var þokkalegur gaur á milli stangana þarna? Hver var það síðast? Ætli Erik Thorstvedt hafi ekki bara verið síðasti góði markvörðurinn þarna. 

3 góðir sem spilað hafa með Spurs.

Pat Jennings (1964-1977), Ray Clemence (1981-1988), Erik Thorstvedt (1988-1996)


mbl.is Cudicini til Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég er Gísli hræddur um að bekkjarsetan hjá Chelsea hafi svolítið dregið úr honum tennurnar, ég hef aldrei skilið hvað svona góður markvörður er að gera hjá liði þar sem hann fær ekkert að spila en hvað veit ég svo sem.

Þórarinn M Friðgeirsson, 21.1.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Þórarinn vel getur verið að karlinn sé orðinn tannlaus, en við skulum vona ekki.

Guðmundur eigum við ekki að segja að hann hafi verið besti varamarkvörður í heimi,hann hlýtur að komast í þetta Tottenham lið

Gísli Foster Hjartarson, 21.1.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Gomes er klassa markmaður, sem hefur verið að leika meiddur meirihluta tímabilsins. Robinson var einnig mjög góður framan af fyrir Spurs, en missti svo mójóið algerlega. Gomes verður bara betri og mun að mínu mati örugglega skipa sér á sess með þeim markmönnum sem þú nefndir í pistli þínum.

Jónas Rafnar Ingason, 21.1.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jónas ég var spennturfyrr Robinson en hann einhvern veginn missteig sig algjörlega, því miður. Ég vona að Gomez komi til með að sýna það sem að mér hefur skilið að hann búi yfir, sem eru víst miklir hæfileikar, en hann hefur verið eins og vængbrotin bréfdúfa, oftast nær,  hingað til.

Gísli Foster Hjartarson, 21.1.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.