Pólitíska litakortið!!!!

Alveg keppast menn nú við að raða saman litunum sem birtast á hinu pólitíska litakorti, og eðli pólitíkurinn kemur fram í dagsljósið - ég um mig frá mér til míns flokks - allt snýst þetta um það þessa stundina.

Ætli þessir 63 þingmenn séu búnir að gleyma því að þjóðinn vill sjá megnið af þessu liði hverfa á braut og telur þá álgjörlega vanhæfa til að takast á við stjórnun landsins sökum hæfileikaleysis og spillingar - fyrri afrek segja svo margt.

Það ætli ég að fullyrða hér að Samfylkingin gaf í hádeginu Sjálfstæðisflokknum nákvæmlega það spark sem að flokkurinn þurfti til að komast af stað, hann var við það að sofna og leggjast í innanflokksdvala en litlu sprellikarlarnir í Samfylkingunni gátu ekki leyft honum að sofna í friði heldur lögðu aðaláhersluna á að vekja flokkinn af dvala svona eins og þegar ungir strákar í útilegu vekja þann elsta sem mestan svefn vill fá - slæmur afleikur segi ég - en það verður þeirra að takast á við það.

En þar sem að ég er nú frekar hallur undir Geir Hilmar þá verð ég að segja að mér brá í dag þegar að hann sagðist hafa lagt til að Þorgerður Katrín yrði forsætisráðherra - hvað er maðurinn að pæla eru menn gjörsamlega búnir að gleyma þeirri tengingu sem að hún hefur við bankahrunið og þau forréttindi sem að hún og hennar fjölskylda átti að njóta þar - siðspillt lið og það var trompið sem að Geir ætlaði að spila út - svei mér þá ef þetta er ekki versta setningin sem að ég hef heyrt Geir láta hafa eftir sér.

Nú er staðan komin upp nú fer fólk að flykkjast í búninga síns flokks gleymir allri spillingu og viðbjóði sem að hefur verið í gangi - sá reyndar búningana dregna fram um leið og Geir Hilmar minntist á kosningar. Nú gerist það spái ég að afrekaskrá flokkanna gleymist og við fetum aftur einstigið, eða á maður að segja keyrum áfram um í sömu hjólförunum.

Vona að hinn almenni borgari sé ekki búin að gleyma hvar þingheimur og félagar hafa skilið okkur eftir - breytinga er þörf á þingliði þjóðarinnar.

joilisto-abyrgd


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.