Ágætt til að byrja með!

Kannski að hægt verði að nota Herjólf til að byrja með að ferja okkur til og frá Landeyjarhöfn. En skipið er komið til ára sinna og ef að ég man rétt þá eru einhverjar kröfur um aldur skipa sem eru í farþegaflutningum í Evrópu og því væntanlega ekki langur tími sem hægt er að nota Herjólf til þess arna, þekki ekki reglugerðina, en ef þess er einhver kostur til að byrja með þá sé ég einfaldlega ekkert að því - ég vona bara að þessi höfn opni sem fyrst og að hún þjóni okkur Eyjaskeggjum vel á komandi áratugum.

Svo er þetta bara spurning hvort að Grímur Gísla ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu í kjördæminu? Já eða Elliði ætlar hann að skella sér í slaginn? Menn eiga að stefna á fyrsta sætið og ekkert annað það þarf að moka út af ofan. Árnarnir og hinir tveir spjátrungarnir þurfa að víkja enda hefur þetta lið að mestu bara verið farþegar á þingi lítið gagn af því  - svo er þetta spurning hvað núverandi þingmaður, fyrrverandi aðstoðarkona Geirs Hilmars og jafnaldra mín Ragnheiður Árnadóttir ætlar að gera, líst velá hana.  ...en nú er ég komin af leið og því mál að fara að mála. 


mbl.is Mun Herjólfur sigla í Bakkafjöru?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Eru eyjamenn almennt ánægðir með þessa Bakkafjöruhöfn?  Væri ekki skynsamlegra að flauta þetta af strax og nota peninginn til að smíða hraðskreiðari ferju sem siglir til Þorlákshafnar.  Ég held að eyjamenn gleymi því að þeir eiga kanski eftir að keyra í 1 og 1/2 klukkutíma þegar upp í Landeyjar er komið og þar fyrir utan getur þessi ferð tekið lengri tekið lengri tíma ef eitthvað er að veðri.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 15.2.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Hjartanlega samála Krisjáni

þetta er það mesta rugl sem hefur verið ákveðið og farið á stað með .

Hérna er myndband  sem sýnir ferð Lóðsins í Eyjum inn á fyrirhugað Hafnarstæði eftir að hafa hort á þetta mun ég aldrei fara með ferju frá Bakkafjöru til Eyja.

sjá : http://cs-003.123.is/StreamVideo.aspx?id=0a3cee11-c9eb-4d7c-a11d-6d9904464c1e

eða þetta líka http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

bestu kveðjur

Guðjón

Guðjón Ólafsson, 15.2.2009 kl. 12:27

3 identicon

Strákar, hvar búið þið ?

Gunni Ella P (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Kristján og Guðjón þið megið endilega hafa ykkar skoðun líkt og allir aðrir og ekki veit ég hvað þið tókuð mikinn þátt í að mótmæla þessu á sínum tíma. Ég veit að ég mótmælti Bakkafjöruhöfn harðlega en þegar ákvörðunin var komin er áranguslaust að rífast meira yfir því heldur reyna að einbeita sér að einhverju sem gæti hjálpað. td að herja á að betra skip verði fundið til verksinis fyrst blásið var af ferjusmíð nýrrar ferju. Ég hef persónulega ekki neinn hag af því að keyra í 2 tíma til að sigla í 30 mín þar sem ég er sjóhraustur og tek því siglingunni vel en aftur á móti á ég erfitt með að keyra lengur en í 30 mín áður en ég byrja að þreytast og oft hef ég byrjað að sofna undir stýri.. Þessvegna hlakka ég ekki til að aka um hættulegasta þjóðveg landsins til þess eins að fara í smá skemmtisiglingu.. En ég mun taka þessu og bið því um að Herjólfur fái annaðhvort að fara eða fái endurbætur. td er ekki þörf á öllum klefunum í þeim Herjólfi sem nú er þegar hann fer að sigla í Bakkafjöruhöfn og því um að gera að laga aðbúnað fyrir gesti skipsins. Td er þörf á að bæta við setuplássum því á 30 mín siglingu mun einginn fara í koju og því allir uppi í sal. Niður með alla klefana og setupláss.. svo væri núverandi veitingasalur eingöngu fyrir þá sem eru að verlsa veitingar.

Stefán Þór Steindórsson, 15.2.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kristján og Guðjón ef þetta er framkvæmanlegt þá er þetta klárlega það sem að ég er hlynntastur. AUðvitað væri næs að f´anýjan Herjólf,s em í raun samkvæmt mínum bókum átti að vera kominn í gagnið fyrir einum 2-3 a´rum ef allt hefði verið eðlilegt í samgöngumálum. Menn mega ekki horfa framhjá því að siglingatíminn styttist mikið með þessu og það er það sem að mjög margir horfa í þegar ferðast er á milli lands og Eyja - sjóveiki er stór hindrun fyrir marga 30 mín. á sjó í skipi hljóta að vera skárri en 165 á sjó fyrir þá aðila - ekki satt?  Auðvitað er keyrsla eftir - og Kristján það liggja ekki leiðir allra til Reykjavíkur. Það er alveg sama hvert þú ætlar að ferðast í heiminum og veðurfar getur alltaf haft áhrif og það er eitthvað sem að maður verður að sætta sig við og þá held ég að það sé fátt verra en að velkjast um úti á sjó ef eitthvað er að veðri!!

Ég hef þá von að þetta verði til þess að efla samgöngur viðEyjar sem ekki hafa nú alltaf verið eins og best verður á kosið en alveg sama hvað við segjum þá verður tíminn að leiða hið sanna í ljós og ég reikna með að hann  muni sanna það sem ég er að segja hér. - bættar samgöngur - blómlegri byggð

Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband