18.2.2009 | 15:28
Hvað gera bændur þá?
Menn búnir að vera að tæta Steingrím í sig með svívirðingum út um allt hann er þetta og hann er hitt og fullyrtu að hann væri búin að blása alla hvalfangara út í hafsauga - en svo gerist þetta - hvað gera menn þá? Biðja menn afsökunar? eða segja hann þorði ekki öðru eftir því hvernig látið var. Ég styð þessar veiðar en fannst líka sjálfsagt að ráðherran skoðaði málin, án þess að vera skotinn á færi.
Ákvörðun um hvalveiðar stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fer hann ekki að verða nokkuð saddur, karlinn, af því að éta stöðugt ofan í sig öll stóru orðin og yfirlýsingarnar? Þá er bara eftir að kokgleypa stóra bitann: ESB. Bara tyggja vel, tyggja vel, og kyngja svo!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:45
Stendur þá vonandi ekki í honum!!!
Gísli Foster Hjartarson, 18.2.2009 kl. 15:51
Hann kemur á óvart kagglinn. Held að flestir hafi búist við öðru. En þetta er skynsöm ákvörðun.
Jón Á Grétarsson, 18.2.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.