Rauðhærðasti þingmaður Evrópu hættir!

Þá hefur félagi minn Lúðvík ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Hann var svo sem tvístígandi að mínu mati fyrir síðustu ksoningar en tók slaginn.

Það var á þjóðhátíð 1994 sem að það barst í tal á milli mín og Lúlla þar sem að við hittumst fyrir tilviljun við tjörnina, jebb þetta var ekki stefnumót, og ég fór að spyrja um hans hagi, þá var hann í umhverfisráðuneytinu ef að ég man rétt, og svo nefndi hann að hann hefði hugsað þetta með þingmennsku en Alþýðuflokkurinn sálugi átti þá engan fulltrúa á þingi fyrir kjördæmið í þá daga og hann hugðist fara fram fyrir þá, eins pólitískur og ég var þá, yeah right, sagði strax að ég skyldi styðja hann ef að hann færi fram hann varð hugsi en ég sagði  Lúlli ég er ekkert að grínast ef að þú ætlar að gera þetta þá styð ég þig og svo fór að við tókum slaginn og inn komst hann, en tæpt var það. Við fengum Þorstein Hallgríms til að vera kosningastjóra og úr varð mikil skemmtun, ógleymanlegir tímar og það var virkilega gaman að standa í þessu á þessum tíma - að hugsa sér að það skuli vera svona langt síðan og mér líður en eins og ég sé 25 - ja hérna. - he he

Ég vil þakka rauðhærðasta þingmanni Evrópu allt gott í gegnum árin, en við höfum átt margar frábærar stundir saman, og skemmtileg skoðanaskipti,  síðan á þessari Þjóðhátíð 1994. Takk fyrir mig - vona að þú hafir haft einhverja ánægju af samskiptunum við mig - he he

Ég legg ti að það verði hóað í Þorsteinn Hallgrímsson til að taka sæti Lúðvíks í kjördæminu, ja eða allavega taka sæti á þingi.


mbl.is Lúðvík gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt prik fær Lúðvík frá mér og verður ekki frá honum tekið.Hann gerði mjög miklar athugasemdir um ábyrgðarmannakerfi sem var látið líðast hér á landi í bönkunum.Ekki nóg að bankarnir fengju  verðtr.+góða vexti heldur vildu graðrónarnir fá fasteignatryggingar að auki.Enda köfnuðu bankarnir  í eigin græðgi að lokum.Jón og Gunna settu þá ekki í þá stöðu.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Alveg sammála þér Hörður þetta mál fékk ávallt óvenju litla umfjöllun og það var athyglisvert á sínum tíma að sjá marga af æðstu mönnunum standa í vegi fyrir framförum í þessu máli þar með talinn sá sem nú situr í Seðlabankanum og í raun vel flestir innan Sjálfstæðisflokksins, ef að ég man rétt var þó Einar Oddur með Lúðvík í liði í þessari baráttu. En þetta ábyrgðarmannakerfi er náttúrulega bara grín og ekkert annað - ég í einfeldni minni hélt alltaf að það sæi hver heilvitamaður en svo var ekki, eða eru bara svona fáir heilvita menn til? Þarna erum við sammála Hörður

Gísli Foster Hjartarson, 19.2.2009 kl. 19:31

3 identicon

Þessi nýjasta tískubóla að lýsa því yfir að ætla ekki í framboð er farin að tröllríða  öllu.  Skiljanlegt að sitjandi þingmaður láti þó flakka.  Nú er það spurningin....hvað ætlar Lúlli að gera næst ?  Bíð spenntur að heyra frá næsta fundi ykkar við tjörnina !

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband