19.2.2009 | 19:38
Dró ský fyrir sólu....
....það er nú ekki eins og maður sjái bara bjart framundan í fyrirtækjarekstrinum, þó hér eigi að drjúpa smjör af hverju strái að sögn sumra, en hlustaði á Gylfa Zoega áðan og samantekt RÚV um þann fjölda fyrirtækja sem eru að fara í greiðslustöðvun og hreinlega bara loka - púff þessar tölur eru virkilega sláandi, það er vonandi að maður nái að halda sjá í gegnum þetta.
Minni samt á að Geir Hilmar sagði um daginn að ástandið íefnahgsmálum væri ekki eins slæmt og af væri látið!!!!! Mig langar alveg svakalega að hitta þann sem batt fyrir augun á Geir, þessum vel gefna hagfræði menntaða manni, og löðrunga hann því það er ljótt að leyfa fólki ekki sjá hlutina í réttu ljósi.
Ég reyni að halda ró minni og set nýja U2 diskinn á - No line on the Horizon - en einhvern veginn þannig held ég að margir sjái framtíðina hún rennur öll saman í eitt mistur.
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.