Athyglisvert - Mín tillaga til lengri tíma litið

Mér finnst þetta svolítið spes þegar að Sjálfstæðisflokkurinn einn flokk er ekki með í því að gera eitthvað sjálfstæðara og frjálslegra varðandi kjörseðilinn okkar, þessi flokkur sem hefur leyft villuráfandi sauðum að vaða uppi í samfélaginu og hafa ekki aðeins okkur hin heldur þá sjálfa líka að fíflum - þetta er nú ekki flókið mál og það sem meira er ég vil að þetta verði til bráðabirgða en svo gangi menn en lengri í þessa átt. Skal reyna að skýra þetta út eins og ég vil sjá þetta.

Það eru listar í gangi - raðað á þá í stafrófsröð - fólk getur merkt við þá aðila er það vill sjá á þingi eða í bæjar/sveita eða hreppstjórn.

.... svo vil ég að fólk geti merkt við þann fjölda sem er í boði fyrir viðkomandi kjördæmi alveg óháð því í hvaða flokki þeir eru - t.d. merkja við 5 sjálfstæðismenn, einn frá Vinstri Grænum og svo kannski einn frá Frjálslyndum - þ.e.a.s. ef að 7 sæti eru í boði og svo framvegis

....svo vil ég að það verði sér lista sem mun heita óháðir og þangað getur fólk boðið sig fram sem að nær ákveðnum tilteknum viðmiðunarfjölda stuðningsmanna í sínu kjördæmi - þetta fólk verður þá hægt að merkja við á sama hátt - en þarna stendur hver og einn sinstaklingur fyrir sjálfan sig en ekki flokk.

...þeir taka svo sæti sem flest atkvæði fá yfir kjördæmið

....svo ætti þetta náttúrulega líka að vera svoleiðis að ef að ég er kosin á þing fyrir VG þá er ég á þingi sem þingmaður VG en ef að ég ákveð að skipta um flokk á miðju kjörtímabilli þá missi ég sæti mitt og næsti maður VG færist inn á viðkomandi stað þing sveitarstjórn eða hvað þetta heitir.

Ekki flókið finnst ykkur?

það eru eflaust fleiri með svipaðar ef ekki sömu tillögu þarna úti - ég ætla ekki að eigna mér neitt svona en svona sé ég þetta fyrir mér.


mbl.is Geir: Leikurinn hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég býð mig ekki fram í að telja atkvæði í kosningum skv. þessum hugmyndum og einnig tek ég ekki að mér að útkljá deilu- og kærumál vegna kosninga skv. þessu kerfi. Það er mér óskiljanlegt afhverju prófkjör hjá þessum flokkum á ekki að duga til að raða á lista?? Þarf að fara fram annað prófkjör í kosningum? Mér finnst persónulega allar þessar hugmyndir um persónukjör alveg arfavitlausar og ekki til þess fallnar til að skapa sátt og einingu meðal þjóðarinnar heldur þvert á móti.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hafsteinn hefurðu heyrt talað um tölvur? Þær eru nú væntanlega það sem að mun verða notað í framtíðinni, það verður bara snertiskjár þar sem að þú staðfestir atkvæði þitt. - þetta er þegar byrjað að ryðja sér til rúms - 23.15 liggja öll úrslit fyrir...eða klukkan eitthvað svoleiðis.

Það eiga ekki allir samleið með þeim flokkafylkingum sem nú eru við lýði Hafsteinn á það fólk þá ekki að eiga kost á að bjóða sig fram? Það taka ekki allir kjósendur þátt í prófkjörum flokka.

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2009 kl. 16:49

3 identicon

This computer has performed an illegal operation and will be shut down.

Þórir Ólafsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.