Af(vega)leiðusamningar

Þettta er slæmt mál fyrir Ísfélag Vestmanaeyja, þetta gamalgróna fyrirtæki hér í bæjarfélaginu. Nú er ég nú ekki mikið fjármálaséní - síður en svo en ég velti fyrir mér því sem þarna stendur:

Við erum sjávarútvegsfyrirtæki en ekki fjármálafyrirtæki og því telur stjórnin umfang umræddra samninga hafa verið langt umfram það sem eðlilegt getur talist.

Ég spyr mig því: ok voru menn að stunda svona samninga en bara í minna mæli en þarna var gert? Höfðu menn kannski gert svona samninga áður en komist upp með að hagnast á því ? og þá var þetta allt í lagi? en núna gekk þetta ekki upp og því er höggvið á? - ég viðurkenni fúslega að ég þekki þetta ekki nógu vel en miðað við það sem að ég hef heyrt þá eru þessir samningar "hálfgildisgambl" samningar og því spyr ég spurninganna hér á undan, og líka vegna þess að Gunnlaugur Sævar segir að það geti vel verið eðlilegt að útflutningsgyrirtæki tryggi sig gegn gengissveiflum en þetta er utan eðlilegra marka - sem segir mér að menn stundi þennan bisnes, með samþykki stjórnar, en nú hafi menn allt í einu tapað og það illilega vegna hruns fjármálamarkaðarins og þá blæða menn með vinnu sinni. Hversu miklu hefði fyrirtækið tapað ef að samningarnir hefðu verið það sem kallað er eðlilegir? 

Er eðlilegt að sjávarútvegsfyrirtæki stundi svona bisness yfirhöfuð? Getur ekki einhver svarað því fyrir mig? 


mbl.is Gunnlaugur: Erum ekki fjármálafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva! þorir enginn að kommenta á þetta hjá þér Gilli??

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sælar stúlkur ég varpaði þessu hérna bara fram sem vangaveltum, þekki þetta bara ekki nógu vel til að rífa kjaft en hef aðeins reynt að kynna mér þetta. Myndi gjarna vilja fá einhver svör en kannski er aur bara svona einfaldur og á að sjá þetta. En það eru líka ðarar spurningar sem vakna sem að ég spyr ekki að hér en geri kannski síðar.

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2009 kl. 19:17

3 identicon

Það hljóta að vera góðar spurningar því einhver hlýtur að þurfa að svara af viti. Mér finnst t.d. skrýtið að stjórnin skuli vera svona illa að sér um mál fyrirtækisins og einnig finnst mér athyglisvert að fjármálastjórinn skuli ekki þurfa að svara fyrir neitt. Hann hefur kannski verið kallaður á teppið.. En ég er viss um að þetta er stærra mál en látið er líta út fyrir.. Sannleikurinn mun koma í ljós ;)

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:34

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

 nei engin pólitík - trúi því ekki og held að svo sé alls ekki - eitthvað virðist hafa farið miður en ég þekki málið bara ekki nógu vel og spurði því þessara spurninga, reikna ekki með neinum svörum svo sem, kemur mér þetta eitthvað við? Mig langaði bara að velta þessum pælingum upp en geng ekki eins langt í þessu og fólkið á götunni, Finnst þetta svona einfaldar pælingar sem gaman væri fyrir áhugamann að fá einhver svör við.

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2009 kl. 21:24

5 identicon

Ég held bara að þetta sé stærra mál en stjórnin vill gefa upp. Ef það er ekki pólitík í þessu þá hlýtur að vera til skýrt svar við því hvers vegna fjármálastjórinn er ekki ábyrgur þegar hann klárlega veit af þessum samningum sem mennirnir eru ásakaðir um að hafa farið svona illa með. Ég meina hann hélt fyrirlestur um þessa samninga í Akóges. Var hann ekki yfirmaður fjárreiðustjórans.

Jórunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

þú sagðir það Jórunn - nákvæmlega það sem margir hafa velt fyrir sér og sagt í dag, reyndar ekki heyrt þetta áður með þennan fund,  en ég hef engar heimildir frá fyrstu hendi til að styðjast við og get því lítið sagt meira, en það gárar í tebollanum!

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Fékk þetta svar frá frænda mínum, held að þetta sé hann,  í morgunsárið: Hann segir þetta miklu betur en ég gæti - einfalt mál - takk fyrir þetta Daði

Gilli öll stærri fyrirtæki í útflutningi amk. reyna að verja sig að einhverju leiti fyrir gengissveiflum í mjög einfölduðu máli er verið að reyna jafna sjóðstreymi milli mynta þeas að þú kaupir jafn marga dollara í dag og þú reiknar með að selja fisk fyrir marga dollara eftir einhvern tíma þetta gera fyrir tækin til þess að vita hvað þeir eiga marga aura á hverjum tíma. Ef menn taka svona stöður "langt um framheimildir" þá verður maður að skilja það svo að menn hafi verið að taka stöður í myntum langt umfram þau verðmæti reiknað var með hægt væri að selja fyrir. Þó að það hljómi kannski bjánalega þá á spekulasjón í gjaldmiðlum lítið skylt við gengisvarnir og má þá allveg eins líta á þá sem ekki verja sig þannig að þeir séu að taka stöðu með krónunni

Daði Ólafs (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 08:44

Gísli Foster Hjartarson, 5.3.2009 kl. 08:57

8 identicon

Já þetta er rétt hjá Daða. Hins vegar velti ég líka fyrir mér með fjármálastjórann...er hann bara frjáls allra mála? Finnst mörgu ósvarað og ég ætla að taka einn rjúkandi heitann kaffibolla með Baldvini næst þegar ég kem til Eyja enda mörgu ósvarað! :) Finnst nú frekar ósennilegt(þó ég viti ekki hið rétta) að þeir hafi tekið meiri varnir en þörf var á...Hörður er það "athugull" maður að hann hefur án nokkurs vafa vitað af öllum vörnum(enda er hann með skjal hjá sér yfir skuldastöðu í erlendri mynt lifandi á skjánum). Því er það furðulegt að fall bankanna sé tekið út á tveimur starfsmönnum...

Birgir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:46

9 identicon

Þarna er greinilega verið að hengja bakara fyrir smið. Þ.e. Baldvin er rekinn í stað fjármálastjórans.

Pétur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:27

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já strákar þetta er skoðun margra, raun allra sem að ég hef hitt,  og ekki minnka vangavelturnar í þá átt eftir yfirlýsingu Baldvins.

Gísli Foster Hjartarson, 5.3.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.