Illa farið með Árna Johnsen

Prófkjörsblaðið hvarf í pósti

mynd

„Þetta er óneitanlega dularfullt," segir Árni Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, um óútskýrt hvarf sautján hundruð eintaka af blaði sem hann gefur út í aðdraganda prófkjörs flokksins á laugardag.

Árni segir kynningarblað sitt hafa verið prentað í 17.500 eintökum. Hann hafi samið við Íslandspóst um að dreifa því á öll heimili og fyrirtæki í Suðurkjördæmi. Blöðin hafi alls staðar skilað sér nema í Vestmannaeyjum.

„Hjá póstinum í Reykjavík er mér sagt að blöðin hafi farið þar í bíl. Síðan átti að senda þau með Herjólfi til Vestmannaeyja en einhvers staðar á leiðinni virðast þau hafa horfið gersamlega," útskýrir Árni.-

Þetta er tekið af www.vísir.is í heimildarleysi

EN ég verð að segja að Árni má samt þakka fyrir að þetta var í Eyjum sem að blöðin bárust ekki því hér þekkjum við nú flest til starfa kappans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.