Sko mína !!!

Ragnheiður Ríikharðsdóttir þingkona flutti eftirfarandi ræðu á framboðsfundi í Garðabæ - þessi ræða segir afhverju við þurfum að koma svona konum ofar á listanum en spjátrungum eins og Þoregrði Katrínu t.d.   þ.e.a.s. að mínu mati - hér metur hver fyrir sig

Ræða á fundi í Garðabæ að kvöldi 12. mars

Endurreisnin í samfélaginu byrjar ekki á því að breyta um vinnubrögð heldur viðhorf. Máltækið segir að orð séu til alls fyrst en á undan orðunum kemur engu að síður, - eða ætti að minnsta kosti að koma – hugsun og um leið viðhorf. Eitt af mörgum þörfum verkefnum við endurreisnina framundan er að breyta viðhorfi okkar til ýmissa þátta í samfélaginu, viðhorfum okkar til auðs og valds, til samkenndar og samstöðu, viðhorfum  til velferðarsamfélagsins, til gegnsæis í ákvarðanatökum og  upplýsingamiðlunar. 

Við erum öll sammála um að brýnustu verkefni okkar nú sé að koma bankakerfinu á fætur, atvinnulífinu í gang og heimilunum til bjargar. Við erum líka sammála um að stór mál á borð við alþjóðasamskipti, gjaldmiðil og nýtingu náttúruauðlinda þarfnist tafarlausrar umræðu og skjótrar en vandaðrar ákvarðanatöku. Og þjóðin öll er áreiðanlega sammála um nauðsyn þess að Íslendingar endurheimti traust sitt á alþjóðavettvangi og til þess að það gerist þurfum við að lyfta Grettistaki.  

En fyrst þurfum við að treysta innviðina. Við þurfum að efla okkar eigin sjálfsmynd og traust fólksins í landinu á kjörnum fulltrúum sínum á þingi, stjórnvöldum og embættismönnum. Viðhorfskannanir sýna að Alþingi vermir eitt af botnsætunum í trausti fólks á opinberum stofnunum. Á meðan sú er staðreyndin er erfitt að ætlast til þess að við endurheimtum traust og virðingu alþjóðasamfélagsins. Uppreisn æru á þeim vettvangi er nauðsynleg forsenda þess að atvinnulíf fái þrifist með eðlilegum hætti og að við getum á nýjan leik staðið hnarreist sem þjóð meðal þjóða.  

Ég hef leyft mér að halda uppi gagnrýni á störf Alþingis frá því ég tók þar sæti og ég er sannfærð um að breytt vinnulag á þinginu getur skipt miklu máli fyrir almenning í landinu. Það er óþolandi fyrir bæði þingmenn og kjósendur þeirra að þingið sé sett í hlutverk afgreiðslustofnunar og samþykki jafnvel flóknustu mál á augabragði af því að ráðherrum ríkisstjórnar á hverjum tíma, liggur á að koma málum í gegn. Hlutverk löggjafarvaldsins sem fer með umboð þjóðarinnar til ákvarðanatöku er miklu stærra og þýðingarmeira en svo að þessi þróun verði ekki stöðvuð.  

Ég hef í störfum mínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði í sveitarstjórn og á þingi, kappkostað að vera í senn góður liðsmaður og gagnrýninn. Ég hef líka í senn reynt að tjá mig af yfirvegun en jafnframt tæpitungulaust og ég vona að við séum sammála um að þörf sé fyrir opnari umræðu og skoðanaskipti en verið hefur og það teljist frekar til dyggða en lasta að segja hug sinn með skýrum hætti   

Við þurfum að breyta vinnulagi og viðhorfi  og góð byrjun er að breyta vinnulagi innan stjórnmálaflokkanna sjálfra. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þýðingarmikla forystu og ég er reiðubúin til að leggja allt mitt af mörkum í þeim efnum.  

Kæru sjálfstæðismenn

Ég óska eftir stuðningi ykkar í 3ja sæti í þessu prófkjöri okkar og grundvalla framboð mitt   á þeirri einlægu sannfæringu minni að það sé ekki bara pláss heldur þörf fyrir fólk sem kemur til dyranna eins og það er klætt og nálgast verkefni sín af heiðarleika.

 


mbl.is Um 2400 hafa kosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband