Til hamingju Íris

Já já Ragnheiður ELín sigraði þetta - hún var fengin íkjördæmið til höfuðs þeim eldri sem ekki þóttu nógu byssulegir, annar þeirra nældi sér í annað sætið enda mikill baráttu hundur sem ekki gefur eftir og nýtur mikils stuðnings víða um sveitir sem og nokkurs stuðnings í Eyjum. Ég held líka að fleiri Eyjamenn hafi flyggst á bak við hann eftir að það birtist auglýsing þar sem bæjarstjórinn í Eyjum og fleira fólk lísti yfir stuðning við Ragnheiði Elínu, mörgum fannst það illa að verki staðið gagnvart þeim gamla. Ég er Guðs lifandi feginn að sjá að þremur þingmönnum flokksins er hafnað, Árni Matt stendur ekki einu sinni þjóðinni til boða, sem vonlegt er.  EN Íris R'oberts er klárlega sigurvegarinn í þessu prófkjöri kemur inn sem nánast óþekktur frambjóðandi og nær í fjórða sætið, vel að verki staðið hjá henni - til hamingju með það Íris.
mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Sæll gamli félagi,

Hvernig stendur á því að eyjamenn flykkjast enn og aftur á bakvið dæmdan glæpamann sem ekki hefur iðrast þess að hafa stolið milljónum af þjóðinni.

Mér er fyrirmunað að skilja þetta.

Elliði og hans fólk á klapp skilið fyrir að koma sér út úr meðvirkninni og lýsa yfir stuðningi við Ragnheiði.

Respect Elliði og co.

kv.

Einar Ben, 15.3.2009 kl. 17:31

2 identicon

Einar ég held nú að Árni eigi dygga stuðningsmenn víðar enn í eyjum og er ekki frá því að hann fái meiri stuðning úr sveitum og bæjum á suðulandinu en á eyjunni grænu,,,En ég viðukenni fúslega að ég kaus hann í 1 sæti frekar, enn það sem að forystan úr Rvk sendi til okkar á suðurlandið....

Huginn (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 19:49

3 identicon

Hver er saklaus ?

Gunnar (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:42

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll félagi Einar

Synd að þú fórst ekki hærra í þínu prófkjör.

Árni Johnsen nýtur mikils stuðnings á fastalandinu, sérstaklega á undirlendinu kannski ekki í stórubæjunumhann hefur oft unnið vel fyrir það fólk og það kann að þakka fyrir sig. Forysta Sjálfstæðisflokksins má ekki vamm sit vita með hann í kringum sig en bakkar samt uppi menn eins og Illuga Gunnarsson og Þorgerði Katrínu - ótrúlegt í mínum huga. Sjáðu fylgið sem að Björgvi G fékk - skil ekki svona sjálfur - kannski er ég svona skrýtinn.

Ég studdi Ragnheiði Elínu í þessu 3ja prófkjöri sem að ég tek þátt í fyrir þessar kosninga, flokkamellan Gilli, ég er einfaldega sömu skoðunar og þú varðandi Árna og ég veit líka að það var sett mikil pressa á Ragnheiði Elínu að bjóða sig fram í þessu kjördæmi, ég hef heyrt ágæt orð um þessa jafnöldru mína og studdi hana því í efsta sætið.

Hvað maður kýs á kjördag skal svo ósagt látið, mér finnst bara uppgjörið í sumum flokkunum alls ekki nógu gott. Ég er reyndar ánægður með vinkonu mína Ragnheiði Ríkharðs og ég gleðst yfir gengi Írisar Róberts, ég vonaðist líka til þess að Jórunn Einars næði öðru sætinu hjá VG - en svona er þetta maður ræður ekki öllu.

Annars er miklu nær hjarta mínu núna að spá í boltann og U2 - he he

Gunnar það er fullt af saklausu fólki um allt land. 

Gísli Foster Hjartarson, 15.3.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Einar Ben

Það sem kom mér á óvart var að Ragnheiður Ríkharðs skyldi ná 3ja sætinu í kraganum, hún er ein af fáum í sjálftektarflokknum sem hefur þorað að gagnrýna Davíð Oddson og aðra í forystu flokksins, það er greinilegt að Davíðs óttinn nær ekki út fyrir Sódómu (RVK).

Ég er ánægður að heyra að þú settir Árna J ekki í fyrsta sætið, þú ættir að spyrja eiginmann frænku þinnar um félaga Árna og að mínu mati á ekki að fela það sem hann hefur að segja, ég ætla ekki að blogga um það af virðingu við EG, en ég vænti þess ekki að hann feli þetta fyrir neinum sem spyr.

já boltinn, ætlaði að fara sjá mína menn etja kappi við þína menn í gær, því miður var leiknum frestað. 

Annars er allt í toppstandi á skaganum, já fyrir utan eitt smáatriði, við leikum víst ekki í efstu deild í ár.....

.....athyglisvert er að árið 1967 hvarf síldin og á skall kreppa á Íslandi, sama ár féll skaginn úr efstu deild í fyrsta sinn....

.....1990 var töluverð niðursveifla á Íslandi, sama ár féll skaginn úr efstu deild í annað sinn....

.....2008 skellur á alheimskreppa, sama ár fellur skaginn úr efstu deild í 3ja sinn.....

......niðurstaða....

viðbót við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

80gr.

Knattspyrnulið Akurnesinga skal ÁVALLT leika í efstu deild, sama hvar þeir lenda í lok leiktíðar, munu þeir samt halda sæti sínu í deildinni......   

kv.

Einar Ben, 15.3.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband