Takk fyrir veturinn peyjar

Þá er þessi vetur á enda kominn hjá góða liðinu frá Stykkishólmi - Mig langar að þakka peyjunum fyrir skemmtilegan vetur, þó svo að maður hafi verið efins á veturinn á tímabili fyrir áramót þá tóku menn sig heldur betur saman í andlitinu og réttu ærlega sinn hlut og það er engin ástæða til þess að skammast sín fyrir komast "aðeins" í undanúrslit á Íslandsmótinu. Nú er bara að hlaða batteríin og koma öflugir til leiks þegar að grasið tekur að fölna í haust.

Ég veit ekki hvort að þið gerið ykkur grein fyrir því en fullt af landsbyggðarfólki fylgjist vel með gangi ykkar á vellinum og lítur á ykkur sem þeirra lið, og er stollt af því - Takk fyrir skemmtilegan vetur peyjar - Áfram Snæfell


mbl.is Grindavík leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tek undir með þér herra minn....

Halldór Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 22:07

2 identicon

Áfram Grindavík.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:36

3 identicon

Takk fyrir þetta!

Kveðja úr Stykkishólmi

Snæfell (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vonbrigði með Hólmara. Voru algjörlega máttlausir í kvöld þegar á Hólminn var komið en hrósa ber Grindvíkingum fyrir vasklega framgöngu. Grindvíkingar mæta samt þreyttir til leiks gegn mínum mönnum í K.R. en vonandi sjáum við samt fleiri en 3 leiki í úrslitunum.

Guðmundur St Ragnarsson, 31.3.2009 kl. 22:56

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Guðmundur ég vona að þetta verði löng og strembin rimma - megi betra liðið standa uppi sem sigurvegari!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 31.3.2009 kl. 23:14

6 identicon

þannig fór það. er stolltur af okkar mönnum og komum dýrvitlausir til leiks á næsta tímabili.

st.geir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband