Koníaksstofan!!!

Alveg er ég hættur að skilja þett. Við erum að tala um stærsta stjórnmálaflokk landsins, sennilegast með feiri starfsmenn en allir hinir flokkarnir til samans en enginn virðist hafa vitað um þetta!!! Þetta fór allt í gegnum bókhald flokksins, hvernig má slíkt vera að menn reyna að fela sig fyrir því að hafa ekki vitað neitt og svo stendur Geir H Haade upp og tekur á sig sökina, já einmitt hann einn hafði aðgang að gögnum flokksins!!!! - barnalegt svo ekki sé meira sagt  - Skilja menn þarna ekki að það er verið að reyna að koma á hreinu andrúmslofti í samfélaginu, en alltaf skulu menn líta í hina áttina þegar kemur að þeim. - Ég er ekki hissa á að staða þjóðarinnar er eins og hún er ef öll vinnubrögð þessa fólks og vitneskja er á þessum nótum - skammarlegt.  ...og varaformaður sem nýbúið er að kjósa aftur vissi bara ekki neitt svona svipað og þegar fyrirtæki hennar og húsbónda hennar voru að fá allar þessar fyrirgreiðslur, sem nú koma niður á þjóðinni - hún ypptir bara öxlum og vissi ekkert - púff því miður hefur fall hennar verið hratt niður brekkuna.

Svo má horfa á þetta öðruvísi! Afhverju ætlar flokkurinn að skila því sem klárlega voru gjafir? Er það af því að öðrum líkar ekki gjöfin? Oft hef ég fengið gjafir sem aðrir eru ekki ánægðir með en ég get notað og glaðst yfir - er það ekki það sem er að gerast þarna????Við vitum öll að ef að þetta hefði ekki komið upp þá hefði þessu aldrei verið skilað svo mikið er víst - sýndarmennska og ekkert annað því miður


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hel þeir ættu að leita´betur í Valhöll, getur verið fullt af peningum sem enginn veit um

ingi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:42

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

segi með þér... það getur bara ekki verið annað en fleiri en formaðurinn hafi tekið eftir að 55 milljónir dúkkuðu upp. Veit varaformaðurinn Þorgerður katrín ekki hvað var að gerast í flokknum? Var hún annars ekki orðin varaformaður á þessum tíma? Mig minnir það.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.4.2009 kl. 04:29

3 identicon

Eins og þetta hafi verið eina árið sem þeir tóku við svona framlögum :-) NEI

einhver (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 04:43

4 identicon

Þarna er hinn stórhættulegi þagnarmúr að verki. 

EE elle (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.