Glæsilegt - ég bíð spenntur

Það er ég hræddur um að það fari að fara um mann fiðringur útaf þessari framkvæmt - vona að allt gangi að óskum og að þetta verði sú bót á samgöngum við Heimaey og maður vonast til - það yrði frábært.  Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála í þessari vinnu næstu mánuðina og gaman verður að sjá hver framkvæmdahraðinn verður í sumar og hvar verkefnið stendur í kringum miðjan október þegar veðurfarið tekur upp á því að verða leiðinlegra en vanalega. - Ætli þetta verði allt á áætlun?

í sambandi við umræðu sem farin er af stað í kommetnum við þessa grein þá birti ég hér samanburðarmynd - sem ég vona að fólki skoði.

Bakkafj-samanb


mbl.is Ferjuhöfn undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

ég veit ekki hvort þú myndir fara á ferju í þessa höfn eftir að hafa horft á þetta http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

Guðjón Ólafsson, 17.4.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Guðjón þetta hræðir mig ekki - ég ætla ekki að fara að sigla þarna á milli á Lóðsinn - ég ætla á ferju og það er bara engan veginn sambærilegt á einhversstaðar samanburðarmynd ætla að leita að henni og setja hana á bloggið ef ég finn hana

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2009 kl. 10:54

3 identicon

Ég stórefast um að hann ætlir sér á litlum lóðs þarna á milli, sem og farþegar sem ætla að ferðast á milli vestmannaeyja og bakkafjöru, þarna verður notað yfir 60 metra langt skip.  Þetta myndband er svona svipað og halda því fram að ekki sé hægt að leggja veg upp ákveðna brekku þar sem ekki sé hægt að keyra upp brekkuna og reyna sannfæra aðra um það með því að sýna myndband af þríhjóli reyna komast upp hana þegar notast á við bíl.

Huginn (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Guðjón - ég er búin að setja samanburðarmynd tengda við þessa frétt - vona að hún segi eitthvað

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Guðjón Ólafsson

já það má vera en við sem höfum eitthvað komið nálægt sjómennsku vitum hvernig sjólagið er við suðurströnd Íslands .

og svo annað til hvers þarf að byggja höfn fyrir eina ferju druslu væri ekki nær að ´fá stærra og hraðskeiðara skip sem gengur 24 -40 mílur og halda áfram með þorlákshöfn  það sparast sáralítill tími fyrir þá sem eru að fara á Höfuðborgarsvæðið.

svo eru flestar ferjur flatbotna í dag og ekki byggð fyrir svona sjólag eins og er við suðurströnd íslands .

það á eftir verða þarna stór sjóslys .

Guðjón Ólafsson, 17.4.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þarft ekkert að hafa verið á sjó til að vita hvernig sjólagið er við suðurstöndina það er nóg að hafa búið hérna á Eyjunni til þess að hafa orðið vitni að því - getur orðið all svakalegt - en til hvers á ferjan að vera að fara þegar sjólag er geðveikt - Herjólfur gerir það ekki í dag og á ekki að gera það á ekki að leggja líf og limi farþeganna í hættu.

Sparast kannski ekki gríðarlegur tími, en þægilegri ferðamáti að keyra, að flestra mati.  Ég man ekki betur en menn lærðir og ólærðir hafi sagt að ferja sem á að sigla á þetta miklumhraða væri ekki skynsamur kostur hér á milli Eyja og Þorlákshafnar vegna sjólags og næði því sjaldnast "fullri" ferð.

Menn tala um til að byrja með að nota gamla Herjólf ekki er hann flatbotna, og nýtt skip yrði þá væntanlega sérsmíðað, minnsta krafa sem að bæjarfélag sem skapar þetta miklar tekjur fyrir þjóðarbúið getur farið fram, og þá hljóta menn að taka mið af aðstæðum.

Guðjón - við skulum aldrei segja svona hluti eins og að þarna eigi eftir að verða stór sjóslys - þó svo að enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér þá eiga menn að skammast sín fyrir að láta hafa svona eftir sér. ....Villltu ekki bara bæta við til hvers í andskotanum að búa á þessari Eyju það á pottþétt eftir að gjósa þarna aftur!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2009 kl. 14:20

7 identicon

Alveg sammála þér Gísli. Þarna skiptir mestu aukin tíðni ferða ásamt allavega 1,5 tíma tímasparnaði í ferðir. MJÖG margir setja fyrir sig að sigla með Herjólfi í tæpa 3 tíma í Þorlákshöfn.

Ég sjálfur er 1 klst og 40 mínútur héðan heiman frá mér í Grafarholti og niður á Bakkaflugvöll sem er þarna rétt hjá og þá er ég að tala um ef ég keyri á 90-95 km hraða sem er eðlilegur ferðahraði á þjóðvegunum. Nýja ferjan á svo skilst mér að vera 30 mínútur milli lands og Eyja með snúningi í höfnum og tilheyrandi, þ.e. festa og losa landfestar. Gerum svo ráð fyrir að með þessari ferju sé ætlast til að maður mæti 15 mín fyrir brottför skipsins. Ferðatími er þá samtals 2 klst og 25 mínútur.

Í dag er Herjólfur 2 klst og 45 mínútur á milli Eyja og Þorlákshafnar, maður þarf svo að vera mættur 30 mín fyrir brottför og svo er aksturstími frá Rvk til Þorlákshafnar um 35-40 mínútur. Heildarferðatíminn þá er semsagt 3 klst og 50 mínútur, semsagt rétt tæpir 4 tímar.

Mér finnst því ekki spurning að fá höfn í Bakkafjöru, veit allavega með sjálfan mig að ég mun fara mun oftar í heimsókn til Eyja, þá getur maður unnið eðlilegan vinnudag á föstudegi, rennt á Bakka og verið kominn til Eyja fyrir kl 20 og svo getur maður nýtt alla helgina í Eyjum og farið svo aftur uppá land með síðustu ferð frá Eyjum kl 22 um kvöldið og verið kominn í borgina undir miðnætti þannig að ferðin ætti að nýtast miklu betur.

Margir sáu allt til foráttu Hvalfjarðargöngum á sínum tíma en annað kom á daginn. Vonum að sama verði í þessu máli, trúi ekki að menn hefðu farið í þessa framkvæmd ef þeir teldu það algjört glapræði.

Björn Friðriksson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:38

8 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Það varð að stinga einhverju í Vestmanneyinga þegar göng voru óframkvæmanleg og þessi vitleysa er útkoman.. Grímseyjarferja hvað var það í krónum en aðeins skiptimynt í samanburði við þessa heimsku og óútreiknanlegan kosnað og stanslausum sanddæingum eftir að framkvæmdum líkur???

Guðjón Ólafsson, 17.4.2009 kl. 22:18

9 identicon

Guðjón minn farðu og fáðu þér nú góðan göngutúr í góða veðrinu og gáðu hvort þér lyður ekki eithvað betur á eftir Komdu svo í heymsókn til Eyja næsta sumar og við ræðum málin

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband