Er kerlingarálftin hrotti?

Maður hlýtur að velta svona hlutum fyrir sér þegar fólk gefur heimildir fyrir svona framkomui við aðra lifandi mannveru, já og það er alveg sama hver á í hlut beggja vegna borðsins. Þetta er viðbjóður og svo virðist sem að þjóðin sem fyllti þjóðfána sinn af stjörnum, þó fáar komi þaðan núorðið, hafi gjörsamlega misst sig og gleymt öllu sem kallast manréttindi í þessu "stríði" gegn hryðjuverkum. Hversu langt ætli mennætli að ganga langt við að rannsaka þessi mál og verða teknar upp refsingar gegn einhverjum af þessum aðilum? - veit menn tala um að gera það ekki en hvað mun umheimurinn gera er það spyrst út halda menn að fólk í öðrum heimshlutum yppti bara öxlum og segi að þetta hafi verið allt í lagi - hræddur um að einhversstaðar kraumi í pottum.

Og var þetta stríð ekki samþykkt af þeim Dabba krull og Dóra frænda? Alveg er ég viss um að ef að þeir hefðu séð þetta fyrir þá hefðu þeir nú kannski ekki hoppað í bólið með Bush og Rice, allavega ekki þá nema að fá eitthvað meira fyrir.......


mbl.is Rice samþykkti vatnspyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta er viðbjóður og svo virðist sem að þjóðin sem fyllti þjóðfána sinn af stjörnum, þó fáar komi þaðan núorðið, hafi gjörsamlega misst sig og gleymt öllu sem kallast manréttindi í þessu "stríði" gegn hryðjuverkum"

Ekki geturðu kennt heilli þjóð um viðbjóðinn, er það?  300 mílljón manns sem margir hafa mótmælt harðlegaEkki viltu að okkur borgurum sé kennt um öll afglöp yfirvalda hér?  Það er mjög óréttlátt að ætla að gera lítið úr heilli þjóð. 

Jón (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:08

2 identicon

Og almennir borgarar í Bandaríkjunum hafa lagt mikið á sig fyrir mannréttindi.

Jón (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jón - tek þetta á mig víst hafa ekki allir samþykkt þetta - eðlilega -það er nú skynsamt fólk þarna sem er mjög umhugað um mannréttindi - verst var að Rice var ákveðið andlit út á við fyrir þjóðina.

Gísli Foster Hjartarson, 23.4.2009 kl. 13:46

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, hún býr í landi sem hrottar réðust á með svo brengluðum aðferðum og sjúku hatri, að neitt líkt því hefur aldrei sést fyrr. Hún var í fullum rétti til að baða lúsablesana, sem ekki flugu á byggingar í BNA 11.9.2001!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.4.2009 kl. 14:54

5 identicon

"Nei, hún býr í landi sem hrottar réðust á með svo brengluðum aðferðum og sjúku hatri, að neitt líkt því hefur aldrei sést fyrr".

Alveg dagsatt.  Hins vegar finnst mér persónulega mistök að taka upp pyntingar.  Og enn verra ef þolandinn væri saklaus.

EE elle (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.